Leita í fréttum mbl.is

Skagfirðingar einhuga um að styðja Jón Bjarnason til góðra og bráðnauðsynlegra verka

Sveitarfélagið Skagafjörður glímir í kreppunni eins og örugglega fleiri sveitarfélög við þrengri fjárhag en áður.

Nauðsynlegt er að leita allra leiða til að auka tekjur sveitarfélagsins til þess að auðvelda rekstur og bæta hag íbúa. Nærtækasta leiðin til tekjuaukningar er að leyfa auknar veiðar á nytjastofnum sjávar og til þess að stuðla að því lagði ég fram eftirfarandi tillögu í sveitarstjórn:

Sveitarstjórn Skagafjarðar leggur til við ríkisstjórn Íslands að stórauka veiðiheimildir á nytjastofnum sjávar

Eftir nokkrar umræður um tillöguna var eftirfarandi breytingatillaga samþykkt:

Sveitarstjórn Skagafjarðar styður áform sjávarútvegsráðherra um að láta fara fram óháða úttekt á forsendum tillagna Hafrannsóknarstofnunar og ákvarðanna um magn veiðiheimilda í þorski og öðrum nytjategundum. Sveitarstjórn hvetur ráðherra til að fylgja þessum áformum eftir og hrinda þeim í framkvæmd hið fyrsta og leggur áherslu á að veiðiheimildir verði auknar á þeim tegundum og svæðum þar sem ljóst þykir að hægt sé að auka afla með sjálfbærum hætti, til hagsbóta fyrir sjávarbyggðirnar í landinu.

 


Bloggfærslur 23. september 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband