Leita í fréttum mbl.is

Ályktun Frjálslynda flokksins um Landeyjarhöfn

Miðstjórn Frjálslynda flokksins harmar að samgöngur við Vestmanneyjar skuli nú vera í uppnámi eftir dýra hafnargerð byggða á útreikningum Siglingamálastofnunar. Miðstjórn Frjálslynda flokksins telur skynsamlegt að fá aðra aðila en Siglingamálastofnun til að endurmeta hvernig tryggja eigi traustar samgöngur við Vestmanneyjar, hvort sem það verði gert með hraðskreiðri ferju sem fer á milli Þorlákshafnar og Eyja á einum og hálfum tíma eða með miklum endurbótum á hafnarmannvirkjum og skipi sem ristir grynnra og hentar Landeyjarhöfn. Í ljósi nýfenginnar reynslu af siglingum til Landeyjarhafnar bendir allt til þess að Þorlákshöfn verði að minnsta kosti að vera til taks sem varahöfn.

Samþykkt á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokssins,

Reykjavík 11. september 2010.


mbl.is Herjólfur siglir áfram til Þorlákshafnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. september 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband