Leita í fréttum mbl.is

Einkennilegur forsætisráðherra

Jóhanna Sigurðardóttir beitir mjög svo einkennilegum stjórnunarstíl sem byggir á því að magna upp ágreining, hóta samstarfsfólki og þykjast lítið sem ekkert vita um mikilvæg mál sem hljóta að vera á hennar borði.

Vart fer það fram hjá nokkrum manni hversu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra er í nöp við karlgarminn Jón Bjarnason.  Forsætisráðherrann notar hvert tækifæri til að magna upp ágreining og siga flokksdeildum Samfylkingarinnar á ráðherra sinn. Ekki er hún að bera klæði á vopn í deilum um ESB heldur opnar sár Vg svo það fossblæði.  Margur óbreyttur flokksmaður Vg hefur sætt sig við aðildarumsóknina að ESB með því að hugga sig við hálf kindalegt andóf Jóns Bjarna gegn ESB.

Jóhanna hefur í hótunum við ríkiskirkjuna með því að segjast vera að íhuga úrsögn kirkjunni í stað þess að leggja á ráðin með myndugleika um tímabæran  aðskilnað ríkis og kirkju.  Með aðskilnaðinum væri tryggt að öllum trúfélögum verði gert jafn hátt undir höfði og losaði jafnframt þjóðkirkjuna úr ákveðinni tilvistarkreppu.

Furðulegt er að verða vitni að því hvað eftir að annað hversu lítið forsætisráðherrann þykist vita um mál sem ættu að vera inn á hennar borði s.s.  lögmæti gengislánanna og Magmaspillingar Samfylkingarinnar og Steingríms.


mbl.is Krefjast afsagnar Jóns Bjarnasonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. ágúst 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband