Leita í fréttum mbl.is

Ályktun stjórnar Frjálslynda flokksins

 

Stjórn Frjálslynda flokksins lýsir yfir furðu sinni og vandlætingu á því að ríkisstjórn Íslands skuli ráða í röðum kúlulánþega og braskara sem áttu þátt í og stuðluðu að því hruni sem hér varð, í embætti hjá ríkinu. Þjóðin er í sárum vegna verka fyrrgreindra aðila sem fá nú í röðum feld niður lán sín eða flytja skuldbindingar sínar yfir á aðrar kennitölur. Það er skoðun stjórnar Frjálslynda flokksins að svona vinnubrögð séu ekki boðlegt  fólkinu í landinu sem nú reynir hvað það getur til að standa við sínar skuldbindingar án þess að eiga möguleika á niðurfellingu né leiðréttingu á sínum málum.

 

Stjórn Frjálslynda flokksins þykir það vægast sagt hörmulegt  að gamlir spilltir flokksgæðingar sem eiga  ómumdeilanlega sök á hruninu s.s. Halldór Ásgrímsson, gegni enn trúnaðarstörfum fyrir þjóðina með stuðningi og fyrir atbeina Fjórflokksins á alþjóðavettvangi.  Halldór Ásgrímsson beitti sér fyrir illræmdu kvótakerfi, hann ásamt Davíð Oddssyni lýstu fyrir hönd þjóðarinnar yfir stuðningi við innrásina í Írak og hann stóð fyrir einkavinavæðingu  á ríkiseignum sem hann hagnaðist á sjálfur, auk vina og vandamanna. Það er móðgun og lítilsvirðing við almenning hér á landi að íslensk stjórnvöld skulu ekki sjá til þess að fyrrum ráðherra verði  látinn taka pokann sinn hjá Norrænu ráðherranefndinni. Fátt sýnir skýrar hversu spilling Fjórflokksins er samofin inn í vina og hagsmunanet VG og Samfylkingar að Halldór Ásgrímsson skuli enn gegna trúnaðarstörfum fyrir þjóðina í stað þess að svara til saka og axla ábyrgð.

 

Ingibjörg Sólrún braut mannréttindi

Fjórflokkurinn reynir hvað hann getur að troða gömlum leiðtogum inn í starf á alþjóðlegum vettvangi s.s. Halldóri Ásgrímssyni og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Rétt er að spyrja hvers Norðurlandabúar eiga að gjalda að þurfa að vera með fyrrum formann Framsóknarflokksins í æðstu stöðu en hann ber  höfuðábyrgð á spilltri stjórnsýslu og einkavinavæðingu á Íslandi.  Er ekki nóg komið?

Nýjasta nýtt er að koma Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í starf á vegum SÞ en efast má um trúverðugleika hennar á alþjóðlegum vettvangi þar sem hún varði drjúgum tíma sínum í aðdraganda hrunsins í  að ljúga því að þjóðum heims að hér væri efnahagskerfið og bankarnir afar traustir.   Sérdeilis er það þó ósmekklegt og óviðeigandi að ætla Ingibjörgu Sólrunu starf sem felur í sér rannsókn á mannréttindabrotum. Ingibjörg Sólrún sá enga viðleitni í að fara eftir áliti Mannréttindanefndar SÞ gagnvart íslenskum sjómönnum og almenningi.  Íslensk stjórnvöld hafa fram á þennan dag ekki virt þá  Erlings Haraldsson og Örn Snævar Sveinsson viðlits sem sóttu rétt sinn til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

 

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún ekki formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. ágúst 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband