Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. verðlaunar Icesavekálfa

Það er gaman að sjá hve Steingrímur er léttur í lund.  Það má vel skilja gleði Steingríms enda nýbúinn að rétta af dóm Hæstaréttar og fréttir bárust af því í dag að hann væri á fullu að koma Jóni Sigurðssyni fyrrum stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins inn í embætti stjórnarformanns Þróunarbanka Evrópu.  Jón Sigurðsson afrekaði það m.a. í störfum sínum í FME að sitja fyrir í bæklingi Landsbankans sem notaður var við markaðssetningu á Icesave í Hollandi rétt áður en íslenska bankakerfið hrundi til grunna. Það verður án ef mikill fengur að fá þennan mikla reynslubolta inn í Þróunarbanka Evrópu.

Steingrímur er mikill áhugamaður um Icesave og tókst fyrir örfáum dögum að þrýsta Hollendingum og Bretum til þess að semja um ólögvarðar kröfur. Sömuleiðis tókst Steingrími að kreista í gegnum þingið sérstökum skattaafslætti til Björgólfs Thors til þess að hann hefði ráð á að byggja upp gagnaver.

Það má s.s. fastlega gera ráð fyrir því að fjármálaráðherrann haldi með Hollandi fyrst að Norður- Kórea datt slysalega út úr keppni.


mbl.is Steingrímur á HM-fundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband