Leita í fréttum mbl.is

Hvað klikkaði?

Helgi Laxdal fyrrum forystumaður í íslenskum sjávarútvegi skrifar hreinskilna og ágæta grein í Morgunblaðið í dag, þar sem að hann veltir fyrir sér hvað hafi klikkað við stjórn fiskveiða.  Í greininni fer gamall talsmaður kvótakerfisins yfir þá ömurlegu staðreynd að útgerðin standi völtum fótum fjárhagslega þrátt fyrir meinta hagræðingu og "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi".

Í greininni tekur Helgi Laxdal saman mjög áhugaverða gögn um að veiðin á þorski frá árinu 1992 og til ársins 2003 hafi verið nálægt útgefnu aflamarki og ráðleggingum Hafró en það skeikaði innan við 1%. Frá árinu 2003 og fram til dagsins í dag hefur ráðleggingum Hafró nær undantekningarlaust verið fylgt upp á tonn. Í framhaldinu er fróðlegt að fara yfir árangur uppbyggingarstefnu stjórnvalda en árið 1991 var þorskaflinn 308 þúsund tonn en aflamark næsta fiskveiðiárs verður 160 þúsund tonn af þorski.

Það er rétt fyrir Helga Laxdal og aðra þá sem tilbúnir eru að endurmeta sjávarútvegsstefnu þjóðarinnar að fara rækilega yfir líffræðilegar forsendur kvótakerfisins sem stangast á við viðtekna líffræði.  Aðferðarfræði reiknisfiskifræðinga hefur verið reynd af fullum þunga í brátt tvo áratugi með hræðilegum afleiðingum.  Eitt er víst ef að með breyttri nýtingarstefnu þá glímdu fiskvinnslur við hráefnisskort heldur væru á fullum snúningi að afla þjóðinni erlends gjaldeyris og koma þjóðinni út úr kreppunni.


mbl.is Makríll og síld til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband