Leita í fréttum mbl.is

Hvað klikkaði?

Helgi Laxdal fyrrum forystumaður í íslenskum sjávarútvegi skrifar hreinskilna og ágæta grein í Morgunblaðið í dag, þar sem að hann veltir fyrir sér hvað hafi klikkað við stjórn fiskveiða.  Í greininni fer gamall talsmaður kvótakerfisins yfir þá ömurlegu staðreynd að útgerðin standi völtum fótum fjárhagslega þrátt fyrir meinta hagræðingu og "besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi".

Í greininni tekur Helgi Laxdal saman mjög áhugaverða gögn um að veiðin á þorski frá árinu 1992 og til ársins 2003 hafi verið nálægt útgefnu aflamarki og ráðleggingum Hafró en það skeikaði innan við 1%. Frá árinu 2003 og fram til dagsins í dag hefur ráðleggingum Hafró nær undantekningarlaust verið fylgt upp á tonn. Í framhaldinu er fróðlegt að fara yfir árangur uppbyggingarstefnu stjórnvalda en árið 1991 var þorskaflinn 308 þúsund tonn en aflamark næsta fiskveiðiárs verður 160 þúsund tonn af þorski.

Það er rétt fyrir Helga Laxdal og aðra þá sem tilbúnir eru að endurmeta sjávarútvegsstefnu þjóðarinnar að fara rækilega yfir líffræðilegar forsendur kvótakerfisins sem stangast á við viðtekna líffræði.  Aðferðarfræði reiknisfiskifræðinga hefur verið reynd af fullum þunga í brátt tvo áratugi með hræðilegum afleiðingum.  Eitt er víst ef að með breyttri nýtingarstefnu þá glímdu fiskvinnslur við hráefnisskort heldur væru á fullum snúningi að afla þjóðinni erlends gjaldeyris og koma þjóðinni út úr kreppunni.


mbl.is Makríll og síld til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þorskur er einn dýrasti matur í Evrópu um þessar mundir.  Ég fór nýlega inn í matvöruverslun í Frakklandi og þar var á boðstólum flakaður nýr þorskur frá Noregi (alla vega var norski fáninn þarna) og kostaði kílóið 26.50 evrur eða um 4,000 kr. kílóið. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.7.2010 kl. 13:22

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þetta er flott, samanlagður botnfiskafli  Íslendinga er ca. 300.000 tonn. Helmingurinn af því sem miðin gætu gefið af þorski.

Hvað ætlar þjóðin að umbera þetta í mörg ár í viðbót

Aðalsteinn Agnarsson, 17.7.2010 kl. 13:37

3 identicon

Hverjum er ad treysta í thessum efnum?  Er haegt ad treysta Sigurjóni Thórdarsyni?  Eda er hann nokkurskonar öryggisventill LÍÚ mafíunar? 

Thad verdur ad gera eitthvad STRAX...(Í DAG) í thessum málum.  Almenningur verdur ad skipuleggja STRAX (Í DAG) adgerdir sem annadkvort NEYDA stjórnvöld til thess ad tryggja rád landsmanna yfir eign sinni eda ad bola theim frá sem eru vid stjórn.  

Thad á EKKI ad taka tillit til hagsmuna LÍÚ.  Thad á EINGÖNGU ad taka tillit til hagsmuna thjódarinnar.  Thad er absúrd ad thessi farsi hafi vidgengist í meir en aldarfjórdung.  

Thad á EKKI ad binda vonir vid stjórnmálaflokka í thessu baráttumáli thjódarinnar.  Fólkid sjálft verdur med öllum rádum ad hrifsa til sín eign sína sem spilltir stjórnmálamenn hafa í annarlegum tilgangi afhent gaedingum og klíkubraedrum.

Engum stjórnmálamanni á ad treysta fyrir eign thjódarinnar.  Thjódin sjálf verdur ad gaeta hennar.  

ADGERDIR STRAX (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 04:55

4 identicon

annadhvort

ADGERDIR STRAX (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 05:07

5 Smámynd: Inga Sæland Ástvaldsdóttir

Það er ekki von á góðu þegar farið er eftir hafró sem greinilega hefur ekki hundsvit á þvi sem hún segir. Ég er ekki búin að gleyma góðu árunum sem ríktu hér allt í kring um landið áður en að þetta kolvitlausa kvótakerfi var sett á með einu pennastriki, og vil ég leyfa mér að halda því fram að sá gjörningur hafi verið gerður í þágu þeirra sem komu kerfinu á , sér og sínum til góða / gróða.  Það er sorglegra en tárum taki að hafa þurft að horfa upp á heilu sjávarplássinn hrynja undan þessum ólögum.  En Davíð Oddsson gladdist mjög enda var yfirlýst stefna hans að malbika yfir landsbyggðina og koma öllum þaðan á höfuðborgarsvæðið. Honum hefur tekist vel til ekki hægt að segja annað.

Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 18.7.2010 kl. 15:39

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Andri, líklegast hefur þessi flakaði þorskur verið eldisþorskur í tillegg

Óskar Þorkelsson, 18.7.2010 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband