Leita í fréttum mbl.is

Katrín Júlíusdóttir til viðræðna um stefnumörkun

Í orði hefur það verið stefna Samfylkingarinnar að tryggja eignarhald þjóðarinnar á orkuauðlindum en á borði hefur stefnan verið að selja útlendingum orkuna. Sú stefna kom upp á yfirborðið í framgöngu Össurar Skarphéðinssonar og Dags B. Eggertssonar í REI málinu og nú í sölunni á Hitaveitu Suðurnesja til Magma Energy.  Síðan REI málið kom upp árið 2007 hefur verið ljóst að það þyrfti að treysta varnir fyrir því að orkuauðlindir glutruðust ekki úr höndum landsmanna.  Í stað þess að reisa varnir þá hefur Samfylkingin ásamt Steingrím J. verið að útlista fyrir erlendum fjárfestum hvar götin væru í löggjöfinni.

Vert er að staldra örlitla stund við aðferðafræðina við söluna og skúffufyrirtækið sem að Samfylkingin hefur "góðkennt".  Er hægt að sjá það fyrir að Norðmenn hefðu selt olíuauðlindir sínar til skúffufyrirtækis í Svíþjóð? Ég er viss um að svo sé ekki og í framhaldinu er rétt að fara yfir hvort að ábyrgðir og tryggingar fyrir skuldbindinum sem varða kaupin séu eingöngu í skúffufyrirtækinu í Svíþóð sem líklega verður álíka mikið hald í ef til kastanna kemur og fræg eignarhaldsfélög á borð við Stím.

Það var sérkennilegt að hlýða á viðtal við Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra á Rás 2 í dag, en hún skýrði furðuleg vinnubrögð ráðuneytisins með því að vísa á að unnið væri vélvirkt innan þess lagaramma sem væri í boði.  Ekki vottaði fyrir skýrri stefnumörkun hjá stjórnmálamanninum um hvert ætti að halda varðandi ráðstöfun orkuauðlinda þjóðarinnar en slegið var úr og í með óskýrum áherslum um að salan væri ekki henni alveg að skapi. Ráðherrann lagði engu að síður áherslu á að aðrar orkuauðlindir sem eitthvað önnur umgjörð væri um, væru falar.  Í framhaldinu væri rétt að Samfylkingin gerði einhverja söluskrá til þess að kjósendur jafnt sem kaupendur geti áttað sig á því hvert flokkurinn er að fara.

Ríkisstjórnin hefur verið krafin svara um hvort áframhald eigi að verða á sölu auðlinda þjóðarinnar og sömuleiðis hvort að sölunni á orkuauðlindum Suðurnesjamanna til skúffufyrirtækisins verði ekki rift. 

Svör ráðherra hafa vægast sagt verið óskýr - eitthvað stendur þó til að koma fram með nýtt frumvarp í haust um erlendar fjárfestingar og Katrín Júlíusdóttir sagðist í viðtalinu á Rás 2 vera til viðræðna um lagasetningu og þá væntanlega stefnumörkun.

 

 

 


mbl.is Íslensk lög einungis útskýrð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. júlí 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband