Leita í fréttum mbl.is

Burt með Halldór Ásgrímsson

Það er blettur á íslenskum stjórnmálum að Halldór Ásgrímsson skuli enn gegna starfi framkvæmdastjóra Norrænu ráðherranefndarinnar.  Stafið fékk hann fyrir atbeina samtakamátts Fjórflokksins sem fékk hann kjörinn í starfið.  Fáir íslenskir stjórnmálamenn hafa unnið þjóð sinni jafn mikið ógagn en Halldór beitti sér fyrir: illræmdu kvótakerfi, stuðningi við innrásina í Írak og einkavinavæðingu á ríkiseignum sem hann hagnaðist sjálfur á. 

Halldór dró íslenska stjórnsýslu með sér í svaðið með því að fá Ríkisendurskoðun til þess að kvitta upp á lögleysuna,  með gerð sérstakrar aflátsskýrslu um hæfi sitt.  Í skýrslu Ríkisendurskoðunar var Halldór sagður hæfur til að selja sjálfum sér Búnaðarbankann á þeim forsendum að ráherranefndin um einkavæðingu sem hann sat í hefði verið stefnumótandi en hefði ekki tekið beinan þátt í sölunni. Í skýrslunni er því haldið fram framkvæmdanefnd um einkavæðingu hefði gert það sem heyrði stjórnsýslulega undir Valgerði Sverrisdóttur.

Nú hefur heldur betur komið í ljós að Halldór var sjálfur með puttana í ráðstöfun Búnaðarbankans til sín, vina og vandamanna.

Það hlýtur að vera skýlaus krafa almennings sem glímir við erfiðleika kreppunnar að íslensk stjórnvöld sjái til þess að Halldór láti strax af störfum á alþjóða vettvangi.  Fátt sýnir skýrar hversu spillingin er samofinn inn í vina og hagsmunanet Fjórflokksins og lítið hefur breyst frá hruni, að Halldór Ásgrímsson skuli enn baða sig í sviðsljósinu í stað þess að svara til saka.


Bloggfærslur 27. apríl 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband