Leita í fréttum mbl.is

Björgvin G. Sigurðsson setur gríðarlega pressu á Sjálfstæðisflokkinn

Með brottför sinni setur Björgvin gríðarlega pressu á afsögn Bjarna Benediktssonar, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, Tryggva Þórs Herbertssonar og Illuga Gunnarssonar. 

Það er ljóst að formlega ber Björgvin mikla ábyrgð á hruninu en hálfur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins sat við spilaborðið og var beinn þátttakandi í fjárhættuspilinu.  Spilið gekk út á að taka glæfralega áhættu með fjárhag almennings og landsins en vera síðan með allt sitt á þurru.

Almenningi er misboðið hvernig kjörnir fulltrúar misfóru með það traust sem þeim var veitt og margir efast um að þeir séu færir um annað en að reyna að bjarga eigin skinni. 

Það kæmi mér ekki á óvart að Sunnlendingar kynnu að meta útgöngu Björgvins og hann ætti afturkvæmt á þingið eftir einhver ár, ef marka má vinsældir og traust félaga Björgvins, Árna Johnsen.


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. apríl 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband