Leita í fréttum mbl.is

Er Ísland að vinna í lottói?

Það er merkilegur fjandi að lesa viðtöl við Gylfa Magnússon og Steingrím J. Sigfússon ráðherra en þeir eru vongóðir með krosslagða fingur yfir því að mál Íslands komist á dagskrá AGS.  Látalæti þeirra eru engu líkari en ef þeir ættu von á lottóvinningi en ekki enn einu erlenda láninu til að lengja í skuldaólinni.

Það verður fróðlegt að lesa hvaða skilyrði AGS setur landinu fyrir lánveitingunni en fyrri skilmálar AGS voru algerlega óraunhæfir þar sem gert var ráð fyrir tvöfalt meiri vöruskiptajöfnuði  í fyrra en raun varð.  Þess ber að geta að þrátt fyrir mikinn vöruskiptajöfnuð í fyrra, þá varð viðskiptajöfnuðinn neikvæður vegna mikils kostnaðar af erlendum lánum.   Í stað þess að taka á vandanum með því að auka gjaldeyristekjur samfélagsins og skipulagsbreytingum, er lagst á hnén og beðið um meiri lán. Skilyrði AGS hafa hingað til ekki verið gæfuleg s.s. háir vextir, bann við afskriftum á skuldum heimila og smáfyrirtækja og svo greiða Icesave með okurvöxtum.

Beinasta leiðin út úr vandanum er að lækka vexti og stórauka gjaldeyristekjur landsins en það verður ekki gert af einhverju viti með því að hafa með í för auðlinda- og orkusölumennina Árna Magnússon í Glittni og félagann í Magma Energy.

 


mbl.is Fjárfestar hafa áhyggjur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband