Leita í fréttum mbl.is

Sögufölsun sagnfræðingsins Björgvins G. Sigurðssonar

Björgvin G. Sigurðsson þingmaður lagði fram frumvarp þess efnis að landið yrði gert að einu kjördæmi. Í greinargerð með frumvarpinu kemur að Héðinn Valdimarsson hafi fyrstur lagt það til að landið yrði eitt kjördæmi og síðan hafi ekki verið hreyft við málinu fyrr en að Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra Samfylkingarinnar hefði lagt fram frumvarp sjö áratugum síðar.  

Auðvitað er það ekki rétt hjá Björgvini og nánast sögufölsun þar sem fyrrum formaður Frjálslynda flokksins Sverrir Hermannsson og Pétur Bjarnason þingmaður Frjálslynda flokksins lögðu fram þingmál sama efnis árið 2000. Umræddur Guðmundur Árni Stefánsson tók þá  þátt í umræðu á þingi um mál Sverris en í ræðu Guðmundur Árna Stefánssonar kemur fram að hann hafi verið á móti því að landið yrði gert að einu kjördæmi.  

Það er greinilegt á öllu að málflutningur þingmanna Frjálslynda flokksins hafði þau áhrif á Guðmund Árna að hann hafði sinnaskipti og gerði gott mál að sínu.

 


Bloggfærslur 18. mars 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband