Leita í fréttum mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn þarf hjálp

Stjórnmálaflokkar sem hafa lent í því að stefna þeirra hafi rústað og valdið eyðileggingu hafa venjulega endurskoðað stefnu sína eða þá verið lagðir niður sbr. þýski nasistaflokkurinn.  Ekki verður því á móti mælt að löng óábyrg stjórnarstefna Sjálfstæðisflokksins olli hruninu sem miklu frekar einkenndist af spillingu en eðlilegum stjórnarháttum kennda við hægri eða vinstri.  Engu að síður virðist sem flokkurinn sé ekki tilbúinn að endurskoða stefnu sína í neinum atriðum og meiri segja ekki í sjávarútvegsmálum, þó svo að stefnan brjóti í bága við mannréttindi og hafi ekki skila þjóðfélaginu öðru en stórtjóni.  

Í Morgunblaðinu í dag má lesa grein eftir sjálfan Sigurð Kára sérlegan aðstoðarmann Bjarna formanns Sjálfstæðisflokksins.  Í grein sinni spyr Sigurður Kári liðsmenn Vg um trúnað þeirra við stefnu flokksins í umhverfismálum vegna þess að til stendur að opna örlitla glufu eitthvert jafnræði og frelsis til skötuselsveiða.  Aukið frelsi til veiða myndi leiða til þess m.a. að grásleppusjómenn hringinn í kringum landið, sem fá skötusel í netin geti fénýtt fiskinn.

Það rekst hvað á annars horn í málflutningi Sjálfstæðisflokksins þar sem forysta flokksins hefur nýverið  lagt til að auka þorskveiðiheimildir um tugi þúsunda tonna þ.e. ef og aðeins  ef aukningin lendir hjá núverandi handhöfum veiðiheimilda, en síðan virðist vera sem að sömu aðilar tíni til öll rök m.a. sjálfbæra nýtingu, græna atvinnustefnu og umhverfismerkingar gegn því að auka skötuselsveiðar um einhver hundruð tonna. Ástæðan fyrir andstöðunni er augljóslega eingöngu sú að það eigi að gæta jafnræðis við úthlutun veiðiheimilda á skötuselnum. 

Það er augljóst að almennt jafnræði, virðing fyrir atvinnufrelsi einstaklinga er eitur í beinum forystu Sjálfstæðisflokkins en ég efast að sama skapi um að almennir flokksmenn taki undir með forystunni í þessum efnum.       


mbl.is Leyft en þó ekki ávísun á ofveiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. mars 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband