Leita í fréttum mbl.is

Bankarnir ráðast á viðskiptavinina

Fréttirnar sem greina frá því að viðskiptabankarnir hafi veðjað á fall íslensku krónunnar og grafið undan henni eru með ólíkindum. Bankarnir gerðu lánasamninga í erlendri mynt við viðskiptavini sína og grófu jafnframt skipulega undan forsendum samninganna. Það má líkja þessu athæfi við að bankinn gerði samning um leigu á húsnæði sem fæli í sér ströng ákvæði um að skila húsnæðinu til baka í mjög góðu ásigkomulagi á ný en senda innbrotsþjófa jafnharðan og blekið væri þornað á samningnum til að brjótast inn og eyðileggja og koma þannig algjörlega í veg fyrir að hinn aðili samningsins gæti staðið við hann.

Núna hefur verið tekin saman skýrsla um ólöglegt og siðlaust athæfi bankanna og í stað þess að þeir sem stóðu að svikunum séu látnir sæta ábyrgð eru jafnvel sömu stjórnendur með hreðjatak á fyrirtækjum og fólki sem bankarnir setja þá afarkosti að greiða samninga sem markvisst hefur verið unnið að því að eyðileggja forsendurnar fyrir.

Þetta er meira en lítið öfugsnúið og sætir furðu að ríkisstjórnin ætli að leyfa þennan tuddaskap.


Ólína og Guðbjartur hika ekki við að fara ofan í veski gamla fólksins

Ég hef fyrir mér raunverulegt dæmi um skerðingu á kjörum gamalla hjóna í sjávarþorpi sem sáu fram á bjartari daga með valdatöku norrænu velferðarstjórnarinnar sem hafði lofað að virða mannréttindi og halda hlífiskildi yfir þeim minna mega sín. Hjónin höfðu vonast til þess að líf
færðist yfir þorpið með því að opna fyrir fyrir veiðar en fjörðurinn er fullur af fiski.

Það hefur engin breyting orðið á illræmdu kvótakerfi í sjávarútvegi þrátt fyrir loforð Samfylkingar og Vg ef frá er talin örlítil opnun á strandveiðar. Ólína Þorvarðardóttir sem áður hafði uppi stór orð og mikil skrif um breytingar á kerfi mannréttindabrota í sjávarútvegi skrifar nú mikinn langhund í héraðsfréttablöð með aðstoð Guðbjarts Hannessonar þar sem fallið er frá boðaðri stefnu ríkisstjórnarinnar um að virða jafnræði til nýtingar sameiginlegra auðlinda næstu tvo áratugina eða þar til Ólína er hætt afskiptum af pólitík.

Svo virðist sem eitthvert hik hafi komið á Ólínu og Guðbjart við að framfylgja stefnunni sem þau lofuðu kjósendum að framfylgja. Það má vera að auglýsingar núverandi handhafa aflaheimilda hafi haft deyfandi áhrif. Skuldum vafnir talsmenn þröngra sérhagsmuna hafa haldið fundi, auglýst í gríð og erg í fjölmiðlum sem þeir eiga eða skulda sjálfir, á milli þess sem þeir hafa setið á biðstofum banka til að biðja um afskriftir á lánum sínum.

Það er umhugsunarvert að bera hik Samfylkingarinnnar í fiskveiðistjórnunarmálum við röggsemi stjórnar Vg og Samfylkingar strax eftir síðustu alþingiskosningar við að sækja aura í veski gamla fólksins.

Hjónin sem ég greindi frá hér í upphafi munu fá á annað hundrað þúsund krónum minna útborgað á árinu 2010 en í fyrra á sama tíma og verðlag á öllum nauðsynjum hefur hækkað mjög.

Það er greinilegt að Samfylkingin er ekki flokkur almannahagsmuna.

Er búið að afskrifa skuldir hins opinbera?

erlendar_skuldir_hins_opinbera_i_lok_ars_2009.jpg

Til þess að meta hvort að þjóðfélagið ráði við þungan skuldabagga er nauðsynlegt að fá haldgóðar upplýsingar um skuldir ríkis og sveitarfélaga.  Það þarf að vera til gjaldeyrir í landinu til þess að greiða vexti og afborganir af lánum sem á að standa undir.  Í fyrra var sett met í jákvæðum vöru- og þjónustujöfnuði þ.e. það voru miklu verðmæti í formi vöru og þjónustu flutt út úr landinu en inn.  Engu að síður þá var viðskiptajöfnuðurinn í fyrra óhagstæður vegna gífurlegs vaxtakostnaðar þjóðfélagsins

Hverjar eru skuldir hins opinbera? Á heimasíðu Seðlabankans kemur fram að þær hafi verið 658 milljarðar í lok árs 2009.  Það er svipuð fjárhæð og skuldir Landsvirkjunar sem ríkisábyrgð hvílir á er að viðbættum skuldum Orkuveitu Reykjavíkur.  Þessar upplýsingar geta ekki verið réttar nema þá ef drjúgur hluti af erlendum skuldum ríkis og sveitarfélaga hafi verið afskrifaður.

 


Bloggfærslur 12. mars 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband