Leita í fréttum mbl.is

Hvernig geta Hagar styrkt hlutabréfamarkaðinn?

Aríón bankinn virðist vera að ná nokkuð góðum samningum fyrir hönd vogunarsjóðanna sem eiga bankann.  Ekki er spurt að því hver kaupir enda gildir nú, að það sé sama hvaðan gott kemur þ.e. hvort fé komi alla leið frá Tortóla úr vösum grunaðra glæpamanna sem hafa sett á svið ósvífna blekkingarleiki. 
 
Í kvöld kynnti svo Arion banki að hann hygðist selja ofurskuldsetta markaðsráðandi fyrirtækið Haga í gegnum hlutabréfamarkaðinn, þar sem þjóðþrifa áherslan væri sú fyrst og fremst, að styrkja hlutabréfamarkaðinn.  Sá böggull fylgdi skammrifi að "mikilvægir" eigendur og stjórnendur sem rekið höfðu fyrirtækið í þrot væri tryggð fyrirfram 15% af hlutafé Haga.  Það má heita nokkuð öruggt að með þessu forskoti munu núverandi eigendur ná fullum yfirráðum á því á ný, sérstaklega ef að lífeyrissjóðir og almenningur munu í einhverjum mæli fjárfesta í Högum.
 
Það er mikill ábyrgðarhluti að ætla egna fyrir almenning og lífeyrissjóðum í gin hákarlanna, sérstaklega í ljósi nýlegs dóma sem leyfðu Glitni að ganga á hlut minni fjárfesta. Svo segir sagan okkur að þessir höfðingjar í Högum umgangist almenningshlutafélög ekki með mikilli virðingu.
 
Ef það á í raun að efla hlutabréfamarkaðinn er þá ekki fyrsta vers að taka á þeim leikreglum sem eru látnar viðgangast þar átölulaust.

mbl.is Mun styrkja hlutabréfamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bjarni Ben og Bjarni Harðar

Það virðist nokkuð breytilegt hversu lengi menn telja sér sætt á þingi. Bjarni Harðar taldi að hann hefði misst trúverðugleika, sem hann vildi hafa, þegar hann gerði sig sekan um dómgreindarbrest við tölvuskeytasendingar þegar hann ætlaði að klekkja á andstæðingi sem svo illa vildi til að var í sama flokki og hann.

Í Kastljósi kvöldsins vottaði ekki fyrir minnsta efa, og hvað þá vafa, hjá nafna hans Benediktssyni á því að sá væri heppilegur til að greiða úr afleiðingum hrunsins þó að öllum sé ljóst að hann hafi setið við spilaborðið og tekið þátt í geiminu sem endaði svo illa.

Sömuleiðis leikur enginn vafi á því að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði grætt ef veðmálið hefði gengi upp. Hins vegar leikur einhver vafi á því hversu upplýstur hann var í leiknum og hversu mikinn þátt hann tók í honum.

Ekki ætla ég að hafa neina skoðun á því hvort Bjarni og Illugi úr Sjóði 9 séu heppilegustu fulltrúar sjálfstæðismanna á þingi en það verða einkum flokksmenn sjálfir að ákveða.

Það sem mér leist verst á í viðtalinu við Bjarna Ben var að hann virtist vilja fara nákvæmlega sömu leið núna og fyrir hrun, þ.e. að leggja alla áherslu á sérhagsmunaklíkuna, svokölluð hagsmunasamtök. Er ekki orðinn tími til að skoða hlutina upp á nýtt - eða vilja menn að þau skötuhjú Bjarni og Þorgerður klári dæmið?


Bloggfærslur 4. febrúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband