Leita í fréttum mbl.is

Icesave í þjóðaratkvæðgreiðslu

Enn á ný er komin á Icesavesamningur sem felur í sér að kreppuhrjáður íslenskur almenningur eigi að greiða ólögvarðar kröfur Breta og Hollendinga. Kröfur sem tilkomnar eru vegna fjárglæfra bankanna sem ekki víluðu fyrir sér að fegra bókhaldið út í hið óendanlega.
Óskiljanlegan vilja ríkisstjórnarinnar til að fallast á hvern afarkostinn á fætur öðrum um greiðslu Icesave, má helst skýra út frá þráhyggju Samfylkingarinnar við að koma þjóðinni inn í Evrópusambandið og gríðarlegs þrýstings frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Evrópusinnar stóðu lengi í þeirri trú efnahagur landsins myndi taka mikinn kipp við það eitt að senda umsókn um aðild að Evrópusambandinu til Brussel. Ekki skorti heldur á að stjórnvöld vöruðu við hræðilegum afleiðingum þess að vísa fyrri Icesavesamningi í þjóðaratkvæðagreiðslu,en gefið var jafnvel í skyn að landinu yrði lokað ef samningum yrði hafnað. Allar hamfara og hrakspár stjórnarinnar hafa sýnt sig að vera skrum eitt og eiga ekki vð neinn raunveruleika að styðjast.
Allir vita nú af biturri reynslu Íra og Grikkja að aðild að ESB og Evra er ekki trygging gegn efnahagslegum áföllum. Sömuleiðis ber öllum saman um enn sem komið er að nýjasti Icesamningurinn sé skárri kostur en þeir fyrri, þó enn megi draga stórlega í efa réttmæti og lögmæti þess að láta þjóðina borga fyrir skuldir augljósra lögbrjóta í rekstri fyrirtækja sinna.
Ekki er hægt að búast við því að nokkur sátt verði um að stritandi almenningur greiði Icesave á meðan þeir sem eiga sök á bankaglæpunum sprangi um eins og fínir menn um í Amsterdam, London og Reykjavík.
Í stað þess að vera að semja við erlend ríki að greiða upp slóðina af skuldum þeirra sem fölsuðu og sviku ætti að vera forgangsverkefni hjá stjórnvöldum að sjá til þess að erlend ríki aðstoðuðu við að koma lögum yfir brotamennina og þýfi þeirra.
Við í Frjálslynda flokknum treystum dómgreind Íslendinga til þess að greiða atkvæði um nýja Icesavesamninginn, en fyrr á árinu sýndi þjóðin og forsetinn meiri skynsemi en ríkissjórnin og hefur það komið berlega í ljós að höfnun fyrri samnings var til góðs fyrir þessa þjóð.

Ásta Hafberg og Sigurjón Þórðarson

mbl.is Verið að deila sársaukanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. desember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband