Leita í fréttum mbl.is

Hvers vegna er enginn handtekinn?

Í kvöld var nákvæm atvikalýsing í Kastljósinu á því hvernig hundruðum þúsunda milljóna var stolið úr Glitni og hvernig bankarnir fölsuðu bókhaldið.  Hvernig óskópunum má standa að enginn er fangelsaður en Nota Bene en skýrslan sem fjallað var um af Helga Seljan var unnin af viðurkenndu frönsku greiningarfyrirtæki að beiðni sérstaks saksóknara.  Ef þetta er niðurstaðan eftir hverju er þá verið að bíða?

Ég fór að velta því fyrir mér eftir að hafa horft á Kastljósið hvort að stjórnendur bankans kæmust upp með morð í beinni útsendingu?  Alla vega virðist vera að Glitnismenn komist upp með bókstaflega hvað sem er og helstu samverkamenn þeirra í bankanum eru ráðnir áfram í æðstu stöður í Íslandsbanka eftir hrun. Sömu sögu virðist vera að segja í hinum bönkunum einnig.

Endalaust dynur á fólki óskapnaður og ófyrirleitin málflutningur eins og Guðmund útgerðarmanns á Rifi sem talaði um 8 milljarða tap sem varð af hans völdum sem léttvæga froðu sem engu skipti máli og engum kæmi við.  Til samanburðar þá nemur þessu upphæð nálega tvöföldum heildarskuldum sveitarfélagsins Skagafjarðar sem komu til vegna byggingar skóla, hafna sundlauga félagsheimila íþróttahúsa og allt það sem sveitarfélagið nýtir til að þjóna á fimmta þúsund manns.

Allt venjulegt fólk hlýtur að fyllast viðbjóði þegar það horfir á algert aðgerðarleysi stjórnvalda og sjá að engin lög ná yfir þessa fjármála"elítu" Íslands.


mbl.is Segja að Landsbankinn hafi staðið mun verr en bókhald sagði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. desember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband