Leita í fréttum mbl.is

Gagnleg fyrirspurn Guðlaugs Þórs

Ljóst er að forsætisráðherra veitti Guðlaugi Þór Þórðarsyni bæði seint og illa, umbeðin svör um greiðslur ráðuneyta til starfsmanna Háskóla Íslands.  Margir af þeim sem hafa þegið laun beint af ráðuneytum hafa síðan verið eins og gráir kettir  í umræðu- og fréttatímum og fjallað um viðkomandi viðfangsefni sín í ráðuneytunum, sveipaðir kápu hlutleysis og fræða.  

Engu líkara er að Samfylkingin og Vg telji það skyldu sína að ástunda sömu slæmu vinnubrögðin og tíðkuðust fyrir hrun og halda verndarhendi yfir sömu ónýtu kerfunum og þeim sem komu þjóðinni í koll.

Mér fannst merkilegt að sjá milljónagreiðslur til Bjargar Thorarensen vegna vinnu við að réttlæta Hæstaréttardóm sem m.a. eiginmaður hennar kvað upp í máli tveggja sjómanna sem íslensk stjórnvöld beittu órétti og sviptu atvinnuréttindum

Það er svo sem eftir öðru í vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar að samkvæmt svarinu hefur hún staðið skilvíslega við að greiða "mannréttindasérfræðingnum" fyrir  vinnu sína í því máli sem íslenska ríkið tapaði, á meðan ekki hefur enn verið réttur hlutur þeirra sjómanna sem brotið var á.

 

 

 

 


mbl.is Segir Jóhönnu staðfesta leynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. desember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband