Leita í fréttum mbl.is

Vita ráðamenn almennt ekki á hverju þjóðin lifir?

Vitleysan veður of oft uppi í almennri umræðu og virðist sem æðstu ráðamenn þjóðarinnar telji það í sínum verkahring að halda hálfsannleik að almenningi. Ráðherra og þingmenn, s.s. formaður iðnaðarnefndar Skúli Helgason, hafa stigið fram og kynnt glænýja skýrslu sem á að sýna að svokallaðar skapandi greinar velti meira en sjávarútvegur og landbúnaður samanlagt.

Í skýrslunni er sagt að umræddar skapandi atvinnugreinar hafi í fyrra velt 191 milljarði króna. Í gögnum Hagstofunnar kemur fram að fluttar hafi verið út sjávarafurðir fyrir rúmlega 200 milljarða króna. Ef ég man rétt verja íslensk heimli að meðaltali um 5% af tekjum sínum í kaup á innlendum landbúnaðarvörum. Allir ættu að sjá hversu vafasöm sú fullyrðing er að umræddar atvinnugreinar velti meiru en sjávarútvegur og landbúnaður. Í sjálfu sér eru þessar vangaveltur einnig algerlega tilgangslausar.

Mér finnst það nálgast geggjun að þjóð sem glímir við skort á gjaldeyri skuli ekki skoða það af meiri alvöru að sækja meira í endurnýjanlega fiskveiðiauðlind, sérstaklega í ljósi þess að ekki þarf að auka fjárfestingu að neinu marki og greinin nýtir innlenda framleiðsluþætti í miklu meira mæli en t.d. stóriðjan.

Ekki svo að skilja að ég amist við list og hönnun, ég óttast bara að menn vanmeti ferðamenn og frumframleiðslugreinarnar. Eitt þarf ekki að útiloka annað - VEIÐUM MEIRA.


Bloggfærslur 1. desember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband