Leita í fréttum mbl.is

Flateyri þarf frelsi

Illræmt kvótakerfi hefur ekki skilað sjávarútveginum öðru en gríðarlegri skuldsetningu og svakalegum niðurskurði á aflaheimildum   Sömuleiðis hefur kerfið valdið sjávarbyggðunum hringinn í kringum landið miklum búsifjum.

Aukinn byggðakvóti er eini plásturinn fyrir byggðirnar í helsjúku kvótakerfi.  Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi barist fyrir því að komast út úr ónýtu kerfi.  

Framtíð Flateyrar væri gulltryggð ef veitt verður aukið frelsi í sjávarútvegnum.  Ekki þarf annað til en að leyfa frjálsar handfæraveiðar og að hver sjómaður geti lagt línu s.s. eins og 8 bala en ágætt er að fá um 100 kg afla á hvern bala. Með þessu yrði ekki einungis framtíð Flateyrar tryggð heldur einnig byggðanna hringinn í kringum landið þannig að þau geti malað þjóðarbúinu gull.


mbl.is Líflína til Flateyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. nóvember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband