Leita í fréttum mbl.is

Aðför heilbrigðisráðherra að landsbyggðinni byggð á vitleysu

Í kvöld var mjög áhugavert viðtal við Guðrúnu Bryndísi Karlsdóttur verkfræðing í Návíginu hjá Þórhalli Gunnarssyni.  Útreikningar Guðrúnar Bryndísar sína svart á hvítu að með niðurskurði á sjúkrahúsum vítt og breitt um landið sem framkvæma einfaldar aðgerðir með litlum viðbúnaði og flytja sömu aðgerðir inn á hátækni háskólasjúkrahús er verið að auka kostnað en ekki minnka.  Þetta liggur í sjálfu sér í augum uppi ef málið er skoðað enda hefur heilbrigðisráðherra Guðbjartur ekki getað sýnt fram á nokkra útreikninga sem hrekja rök Guðrúnar Bryndísar og annarra sem hafa leyft sér að efast um undarlegan sparnað Samfylkingarinnar.

Fyrr í kvöld samþykktu allir sveitarstjórnarfulltrúar í Skagafirði nema sveitarstjórnarfulltrúi Samfylkingarinnar ályktun, þar sem lýst var m.a. undrun yfir því að Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra mætti ekki á fund með sveitarstjórninni  þar sem að hann gerði grein fyrir þeim útreikningum og rökum liggja að baki harkalegri aðför hans að Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki. Rétt er að taka það fram að í máli fulltrúa Samfylkingarinnar kom ekki fram að hún væri efnislega mótfallin efni samþykktarinnar heldur gat hún af tæknilegum ástæðum ekki veitt henni atkvæði sitt.

Í Návíginu kom fram skýring á því hvers vegna ráðherrann hefur ekki enn treyst sér á fund en hann hefur auglljóslega engin haldbær rök með sér í farteskinu.


Vandamál Flateyrar - Vandamál Íslands

Ekki þarf það að koma nokkrum einasta manni á óvart að vandi sé í rekstri fiskvinnslunnar á Flateyri. Niðurskurður á aflaheimildum síðustu ára hefur leitt til þess að minna er til skiptanna fyrir fiskvinnslurnar að moða úr. Þau sjávarútvegsfyrirtæki sem standa verst munu að sjálfsögðu loka fyrst. Á Flateyri seldi útgerðarmaður nýlega veiðiheimildir fyrir miljarða sem hann stakk í eigin vasa og skildi samfélagið eftir vanmáttugt.

Málið er að þó svo að fiskvinnslan á Flateyri fengi allan byggðarkvóta Ísfirðinga, þá dygði það ekki til þess að halda uppi vinnsku í þorpinu. Ekki er hægt að líta á þetta ástand sem eitthvert einkamál þeirra sem búa fyrir Vestan, heldur ættu landsmann að kappkosta í kreppuni að tryggja að Flateyringar geti haldið áfram að búa til miljarða gjaldeyristekjur fyrir Íslendinga. Það er ekki flókið. Það þarf einungis að auka veiðiheimildir svo um munar og tryggja að jafnræði ríki við nýtingu þeirra.



mbl.is Leita allra leiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. nóvember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband