Leita í fréttum mbl.is

Ríkisstjórnin stuðlar að sjálfsrannsókn

Algerlega augljóst er að aflaregla Hafró hefur alls ekki skilað neinum árangri. Reglan felur í sér að veiða fyrirfram ákveðið hlutfall af reiknuðum veiðistofni en nú gildir að veiða 20% af stofni. Hún var í fyrstu tekin í gagnið snemma á tíunda áratugnum en þá var þorskaflinn tvöfalt meiri en hann er núna.

Reynslan af aflareglunni og veiðiráðgjöf Hafró er einfallega hræðileg - það blasir við öllum sem fer yfir aflatölur á íslandsmiðum.

Umhugsunarvert er að sjávarútvegsráðherra felur einum af höfundum aflareglunnar Kristjáni Þórarinssyni stofnvistfræðingi LÍÚ að meta kosti reglunnar. Sömuleiðis er Jóhanni Sigurjónssyni sem áður hefur tekið út aflaregluna í kjölfar þess að mönnum blöskraði árangursleysi veiðiráðgjafarinnar upp úr síðustu aldamótum. 

Jóhann komst að því að reglan skilaði árangri þrátt fyrir aflinn væri þá liðlega eitthundrað þúsund tonnum minni en þegar reglan var tekin í notkun.  Ekki finnst mér ólíklegt að þeir félagarnir Kristján og Jóhann sjái mikinn "árangur" af staðfastri ráðgjöf sinni sem felst í því að veiða minna til að veiða meira seinna, þó svo að þetta seinna hafi aldrei komið og aðferðin stangist á við viðtekna vistfræði.


mbl.is Meta kosti aflareglu og kvótaaukningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband