Leita í fréttum mbl.is

Guðbjartur Hannesson kvartar

Guðbjartur Hannesson heilbrigðisráðherra kvartar sáran á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins undan málefnalegri umræðu sem studd er vönduðum útreikningum, sem sýna berlega fram á hve algerlega vanhugsaðar niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar eru. 

Ráðherra segir að vel rökstudd umræða sé á misskilningi byggð og á villigötum!  Ef eitthvað væri til í áburði ráðherra, þá hefði verið auðhlaupið fyrir ráðherra að boða viðkomandi aðila á fund sem hann sakar um villu og misskilning.  Heilbrigðisráðherra hefur ekki enn treyst sér til þess og hefur í ofan á lagt sjálfur orðið uppvís að vægast sagt mjög vafasömum málflutningi.

 


Bloggfærslur 16. nóvember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband