Leita í fréttum mbl.is

Gagnrýnislaus spegill

Ríkisútvarpið er iðið við að fá einhverja útlendinga til að tjá sig um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu.  Í Spegli RÚV í kvöld var langt en gagnrýnislaust viðtal blaðamannsins Sigrúnar Davíðsdóttur við sænska hálfkratann Carl Bildt. 

Eitt af því sem Sigrún át margoft upp eftir Carl Bildt var að Ísland hefði svo mikið fram að færa hvað varðar árangursríka stjórn í sjávarútvegi.

Hvernig er það - hefur Sigrún Davíðsdóttir ekkert heyrt um skuldafen útgerðarinnar, öldruðum fiskiskipaflota, að þorskafli nú sé einungis þriðjungurinn af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins og að kvótakerfið brjóti í bága við álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna?

 

 


Bloggfærslur 12. nóvember 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband