Leita í fréttum mbl.is

Bjarni Benediktsson illur

Afar lítið hefur farið fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins síðustu mánuðina og ef ekki væri fyrir hnyttna Staksteina fyrrum formanns í Morgunblaðinu væri flokkurinn algerlega forystulaus.

Mér þótti því sæta miklum tíðindum að heyra Bjarna Benediktsson illan í skapi í kvöldfréttum RÚV yfir því að ráðalaus ríkisstjórn vildi eitthvað trufla hann og ráðfæra sig við hann. Reiði formanns Sjálfstæðisflokksins má eflaust rekja til þess að Bjarni hefur þegar á hólminn er komið engar tillögur í farteskinu aðra en þá að hengja sig á tillögur SA og ASÍ. Hann er jafn ráðalaus og ríkisstjórnin. Tillögur Bjarna og aðila vinnumarkaðarins ganga víst meira og minna út á það að sömu aðilar geri nákvæmlega það sama og fyrir hrun, þ.e. viðhalda óbreyttu fjármálakerfi, kvótakerfi og fari í stóriðjuframkvæmdir.

Vandinn er bara að þessi kerfi eru hrunin og ekki er á lausu fjármagn til þess að fara í stóriðjuna.


Bloggfærslur 31. október 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband