Leita í fréttum mbl.is

Seðlabankinn í sagnfræði

Það var sérkennileg grein eftir þrjá hagfræðinga Seðlabankans í Mogganum í morgun. Greinin undirstrikar hversu kraftlaus og ómarkviss peningastjórnun bankans hefur verið á liðnum árum. Hagfræðingarnir greina m.a. frá því að bankinn hafi verið gagnrýndur 2007 þegar vakin var athygli á skuldasöfnun en þá komu klappstýrur útrásarinnar, s.s. Vilhjálmur Egilsson, og gerðu lítið úr varnaðarorðum þar sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem var handbendi útrásarmannanna sagði að eignir Íslendinga erlendis væru stórlega vanmetnar í bókum Seðlabankans.

Vilhjálmur reyndist hafa rangt fyrir sér, eins og oft áður, hvað þetta varðar. Strax árið 2006 hefði bankinn átt að grípa til mun meiri aðhaldsaðgerða til að stemma stigu við óheillaþróuninni, en það var ekki gert.

Mér finnst nokkuð merkilegt að helstu hagfræðingar Seðlabankans haldi því fram að það sé næstum ómögulegt að meta með nákvæmni erlendar skuldir þjóðarbúsins fyrr en eftir nokkur ár. Þessar upplýsingar hljóta að vera frumforsendur þess að hægt sé að taka einhverja skynsamlega ákvörðun, t.d. hvað varðar töku enn fleiri lána.

Ef þetta er staðan í raun og veru, eins og hagfræðingarnir lýsa henni, hefur Seðlabankinn lítinn annan tilgang en að vera í einhvers konar sagnfræðilegri heimildavinnu.

Það er lífsnauðsynlegt fyrir þjóðina að vita skuldastöðuna og það ætti að vera einfalt mál að gera sér grein fyrir erlendum skuldum hins opinbera, taka saman skuldir sveitarfélaga, opinberra fyrirtækja og ríkisins, til að meta hvort skuldirnar séu viðráðanlegar eða ekki.

Þessar tölur hafa ekki verið settar skýrt fram en það á ekki að vera nokkurt mál að setja þær inn í umræðuna. Einhverra hluta vegna hefur Seðlabankinn ekki gert það.


mbl.is Hefði átt að stöðva bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. janúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband