Leita í fréttum mbl.is

Sigríður Ingibjörg vonbrigði þingsins

Ég batt á sínum tíma ákveðnar vonir við Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur eftir að hún sagði af sér í bankaráði Seðlabanka Íslands í október 2008 og sagðist í prófkjöri standa fyrir hugrekki og heiðarleika. Í prófkjörsbaráttu lýsti hún yfir miklum stuðningi við Evu Joly og krafðist þess að glæponarnir í útrásinni þyrftu að svara fyrir gjörðir sínar og skila ránsfengnum áður en lífskjör þjóðarinnar yrðu skert.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir.

Eftir að Sigríður Ingibjörg er sest á þing vill hún endilega greiða upp Icesave-skuldbindingar glæponanna með skattfé komandi kynslóða - og það löngu áður en gengið er eftir fé glæponanna, enda er ekki byrjað á því. Ekki er nóg með það, heldur vill hún líka, rétt eins og restin af Samfylkingunni, veita þeim sérstakan skattaafslátt til nýrrar atvinnusóknar á Keflavíkurflugvelli.

Sigríður er varaformaður félags- og tryggingamálanefndar og sem slík mælti hún með samþykkt frumvarps um sérstakar afskriftir kúlulána undir því yfirvarpi að þar með væri tekið á skuldavanda heimilanna. Í ofanálag innihélt frumvarpið þá karamellu að þau sem nutu afskriftanna fengu sérstakan skattaafslátt. Þór Saari náði að koma í veg fyrir óbreytt frumvarp með því að láta afturkalla afsláttinn og uppskar mikla óánægju ójafnaðarmanna á þinginu, s.s. Ólínu Þorvarðardóttur og Unnar Brár Konráðsdóttur.

Í kvöld fer hin heiðarlega Sigríður fram á það við forseta lýðveldisins að hann verði sama afgreiðslumaskínan og hún sjálf er orðin eftir skamma dvöl á þingi og afgreiði án umhugsunar lög sem hæglega geta svipt Íslendinga efnahagslegu sjálfstæði sínu.


Bloggfærslur 3. janúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband