Leita í fréttum mbl.is

Þegar þingmenn greiða sér arð af annarra manna peningum

Það kom á óvart að Stöð 2 skyldi ekki henda á lofti frétt um útgerðarfyrirtæki fyrsta þingmanns míns í Norðvesturkjördæmi þar sem honum tókst það afrek að greiða sér 3200% arð út úr sjávarútvegsfyrirtæki sínu þrátt fyrir að tapið hefði verið á sjötta hundrað milljónir árið 2008. Stöð 2 með Kristján Má Unnarsson í broddi fylkingar hefur nefnilega verið iðin við að fjalla um afrek og aflabrögð ofurskuldsettra kúlulánaþega í sjávarútvegi og baráttu þeirra fyrir réttlæti.

Í DV kom það fram að þingmaðurinn hefði greitt sér arð þrátt fyrir að eigið fé fyrirtækisins væri orðið neikvætt, en það þýðir að þingmaðurinn hefur greitt sér arð af annarra manna peningum. Ég efast stórlega um að þetta sé í samræmi við 99. gr. hlutafjárlaganna nr. 2/1995. Menn verða þó að líta til þessa lagabrots með skilningi og umburðarlyndi þar sem þetta þykir ábyggilega minniháttar yfirsjón í þingflokki sjálfstæðismanna ...

99. gr. Einungis er heimilt að úthluta sem arði hagnaði samkvæmt samþykktum ársreikningi síðasta reikningsárs, yfirfærðum hagnaði frá fyrri árum og frjálsum sjóðum eftir að dregið hefur verið frá tap sem ekki hefur verið jafnað og það fé sem samkvæmt lögum eða félagssamþykktum skal lagt í varasjóð eða til annarra þarfa. …1)
Í móðurfélagi er óheimilt að úthluta það miklum arði að andstætt sé góðum rekstrarvenjum með tilliti til fjárhagsstöðu samstæðunnar, enda þótt arðsúthlutun sé annars heimil.


Bloggfærslur 20. janúar 2010

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband