Leita í fréttum mbl.is

Framtíð Íslands er á Sauðárkróki

Rétt í þessu lauk alveg frábæru unglingalandsmóti á Sauðárkróki. Það var ánægjulegt að sjá hvað krakkarnir og aðstandendur höfðu gaman af mótinu. Markmiðið er ekki að allir fái gullpening heldur að standa að fjölskylduvænni og uppbyggilegri skemmtun. Ég veit til þess að meðan krakkarnir skemmtu sér við keppni undu sér t.d. þeir sem eldri eru við ýmislegt menningarlegt, eins og göngu um gamla bæinn. Þeir sem yngri eru höfðu gaman af brúðuleikhúsi og fleiru sem var sett upp fyrir þann aldur.

Forsetinn og stuðboltinn Dorrit mættu á svæðið og höfðu gaman af, sömuleiðis krakkarnir sem fannst miklu meira koma til verðlaunapeninga sem forseti lýðveldisins veitti en annarra verðlauna. Svona mót verður ekki haldið nema með samstilltu átaki margra sjálfboðaliða - og sannaðist um helgina að er vel hægt.

Á Sauðárkróki er nú drjúgur hluti af æsku landsins alls staðar að af landinu og má því segja að framtíð Íslands sé hér stödd.

Íslandi allt!


mbl.is Unglingalandsmótið á Egilsstöðum árið 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. ágúst 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband