Leita í fréttum mbl.is

Alþingismenn monta sig í Kastljósinu

Það er mjög jákvætt að vera ánægður með sjálfan sig og mér finnst gott að sjá að alþingismenn geti litið yfir erfiði næturvinnu umliðinna vikna með stolti og fullnægju. Mér fannst þetta þó ganga fulllangt í Kastljósi þegar stjórnarþingmenn nánast hreyktu sér af afreki þingsins - í einu mesta klúðursmáli íslenskra stjórnvalda, Icesave-málinu. Mér finnst að þingmenn ættu að sýna þjóðinni örlítið meiri auðmýkt þar sem stjórnmálastéttin hefur sent og samþykkt samninganefnd með opinn tékka á börn framtíðarinnar á Íslandi.

Allt liðið á Alþingi lætur undir höfuð leggjast að velta fyrir sér hvernig eigi að afla frekari tekna. Umræðan snýst alfarið um að slá lán úti um allar heimsins banka jarðir.


mbl.is Unnið að breytingum fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hval-leki Steingríms

Icesave-lekinn er mikill hvalreki fyrir Steingrím J. Sigfússon. Í stað þess að allir fréttatímar og umræðan í samfélaginu snúist um vandræðagang ríkisstjórnarinnar við að koma í gegn alvondum samningi sem stendur skiljanlega í ábyrgum þingmönnum sem vilja ekki vera leiddir í flokksböndum til atkvæðagreiðslu, heldur vilja staldra við í svo veigamiklu máli og láta skynsemina ráða.

Steingrímur reynir hvað hann getur til að þyrla upp miklu moldviðri um lekann á trúnaðargögnum sem flokksformönnum var treyst fyrir. Það verður að segjast eins og er að Steingrími tekst vel upp og á hann sannarlega hrós skilið fyrir þennan leik sinn. Sá sem liggur undir grun í málinu er formaður Framsóknarflokksins og má segja að hann hafi þá fallið kylliflatur í gildru Steingríms.

Ef til vill má skrifa þetta á ákveðið reynsluleysi, ekki bara hjá þeim sem lak/láku heldur líka hjá þeim blaðamönnum sem skrúfa gagnrýnislaust frá krana Steingríms um að hér hafi verið unnið eitthvert skemmdarverk.


mbl.is Skaðar hagsmuni Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. ágúst 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband