Leita í fréttum mbl.is

Why Ásgeir Jónsson?

Mér finnst koma úr hörðustu átt að sjá Ásgeir setja sig spor hlutlauss fræðimanns og greinanda í hverju viðtalinu á fætur öðru. Hann segir núna að bankarnir hafi verið dauðadæmdir en samt sem áður hélt hann áfram blekkingarleiknum af fullum krafti í boði Sigurðar Einarssonar út árið 2008. Ekki var hægt að heyra annað á honum þá en að hér væri allt í lukkunnar velstandi.

Í þessum viðtölum sem Ásgeir hefur veitt núna út af bókinni, hvort sem er í Speglinum eða á prenti, bullukollast hann og fréttamenn skrúfa frá krananum í stað þess að spyrja gagnrýninna spurninga. Bara til að nefna eitt talar Ásgeir um að þorskstofninn hafi hrunið 1988 og nefnir það sem dæmi um upphafið að ógæfu þjóðarinnar. Staðreyndin er hins vegar sú að veiðin gekk ágætlega 1988, var í kringum 380.000 tonn, sem sagt vel ríflega tvöfalt meiri en þau 150.000 sem leyft er að veiða nú.

Ásgeir hefur á umliðnum árum verið iðinn við að senda frá sér kenningar um byggðaþróun þar sem hann yfirfærir þróun byggða í stóru löndunum yfir á litla Ísland þar sem aðalútflutningstekjurnar hafa verið fiskurinn í sjónum. Niðurstöður Ásgeirs af þessum vangaveltum hafa verið að þróun byggðar á Siglufirði hafi átt undir högg að sækja, að vegna minna mikilvægra sjóflutninga hafi aðrir bæir blómstrað, s.s. Borgarnes og Sauðárkrókur.

Hverjum sem veltir þessu fyrir sér og þekkir eitthvað til atvinnuhátta á Siglufirði er strax ljóst að þetta er gapandi rugl þar sem síldveiðar og þróun annarra fiskveiða hafa augljóslega haft mest áhrif á þróun byggðar á Sigló.

Why Ásgeir?


Bloggfærslur 28. júlí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband