Leita í fréttum mbl.is

Atkvæðagreiðslan sem Alþingi tapaði

Stjórnmálastéttin reið ekki feitum hesti frá í dag. Sjálfstæðisflokkur og þó einkum Framsóknarflokka koma mjög laskaðir út úr deginum en varaformenn beggja flokka fóru gegn formönnum sínum. Vinstri grænir eru eins og fjaðralausar pútur eftir daginn, flokkurinn verður örugglega lengi að ná áttum ef hann nær því nokkurn tímann eftir að hafa farið gegn grunnstefnumiðum sínum.

Einhver kann að líta svo á að Samfylkingin hafi náð sínu í gegn og sigrað en það felst varla sigur í því að hafa stórskaðað samstarfsflokkinn þannig að hann verður vart stjórntækur á næstu mánuðum og árum. Samfylkingin hefur verið staðin að stórkostlegum óheiðarleika, m.a. að fela skýrslur sem geta haft áhrif á afstöðu manna.

Hvað varðar þann draum að ganga inn í náðar-Icesave-faðm Evrópusambandsins leyfi ég mér að efast um að við séum nokkru nær því í dag en í gær.


mbl.is Samþykkt að senda inn umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betra er að vita en að halda

Í gær fjallaði ég um vítamínskortinn í fuglum og setti hann í samhengi við stjarnfræðilega vitlausar rannsóknir. Ég fékk senda skýrsluna um B-vítamínskort í fuglum og sá þar að ég hafði dregið fullmiklar ályktanir um efni rannsóknarinnar, m.a. út af misvísandi fréttaflutningi um efni skýrslunnar. Í fréttum kom fram að í skýrslunni segði að B-vítamínskorturinn væri skýringin á dularfullum sjófugladauða á Íslandi. Af lestri skýrslunnar sýnist mér að íslensku fuglarnir séu viðmið fyrir heilbrigða fugla og að í skýrslunni sé ekki fjallað um sjófugla heldur stara, æðarfugl og silfurmáv.

Þetta er áhugaverð skýrsla sem ég þyrfti að gefa mér betri tíma í að lesa í þaula.


Bloggfærslur 16. júlí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband