Leita í fréttum mbl.is

Hvaðan kemur vítamínið?

Þær eru oft furðulegar, kenningarnar sem rata í fjölmiðla. Fyrir nokkru var ein um úrkynjun þorsksins á Íslandsmiðum og svo var umfjöllun um sænska vísindamenn sem gátu reiknað út stofnstærð þorsksins í Eystrasaltinu fyrir 4500 árum.

Í dag fjallaði Ríkisútvarpið ítarlega um sænska rannsókn þar sem greint var frá því að sjófuglar dræpust ekki úr fæðuskorti heldur vítamínskorti. Hvaðan í ósköpunum skyldu mávarnir fá þessi ágætu vítamín annars staðar en úr fæðunni? 

Þetta er svona álíka og að þvertaka fyrir það að einhver drepist eða að einhver dýr séu þjökuð af þurrki þar sem meinsemdin er vatnsskortur. Ég hef ekki kynnt mér þessa rannsókn en gæti trúað að það væri nokkuð flókið að kryfja dauða fugla og fullyrða að það væri skortur á vítamínum, B-1, þíamíni sem aðstoðar við að brjóta niður orkurík efni, sem í sjálfu sér veldur dauða þeirra.


Bloggfærslur 15. júlí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband