Leita í fréttum mbl.is

Jón Bjarnason í mjög vondum málum

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur sýnt vanmáttugan vilja til að koma með breytingar á kvótakerfinu, s.s. með því að opna örlitla glufu til strandveiða. Ég veit eiginlega ekki hvort ég get virt viljann fyrir verkið þar sem það hefur verið mikil fljótaskrfit á útfærslunni og allt gengið út á að breytingarnar raski ekki gjladþrota kvótakerfi.

Jón Bjarnason er þar að auki flæktur í net reiknisfiskifræðinga Hafró sem telja að það eina rétta fyrir Íslendinga sé að halda áfram að berja hausnum við steininn og veiða minna til að geta veitt meira seinna.

Í fréttunum í gærkvöldi þvaðraði Jón um að ekki væri hægt að taka tegundir út úr kvótakerfinu nema með lagabreytingu. Eflaust hefur lagarefurinn og kvótavinurinn Atli Gíslason logið þessu að sveitamanninum Jóni en staðreyndin er sú að tegundir hafa verið tíndar inn í kvótakerfið með reglugerð og þess vegna ætti að vera hægt að tína þær út með sama hætti, með reglugerðarbreytingu. Reyndar eru fordæmi fyrir því að tegundir eins og steinbítur hafi verið teknar út úr kvótakerfinu.

Það er greinilegt að Vinstri grænir hafa miklu meiri áhyggjur og vilja til að fara að ýtrustu kröfum skuldugra sægreifa í stað þess að uppfylla álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.


Bloggfærslur 13. júlí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband