Leita í fréttum mbl.is

Steingrímur J. gaf fólki falskar vonir

Það var aumt að horfa upp á Steingrím J. í Kastljósinu sem gat engan veginn gefið skýringar á viðsnúningi sínum. Það lítur út sem hann hafi lyppast niður. Samningsstaðan er nákvæmlega sú sama núna og var fyrir kosningar og sömuleiðis áður en hann komst í ríkisstjórn og þess vegna er hann mjög ótrúverðugur. Helsti veikleiki Íslands í Icesave-stöðunni er að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tryggði allar innistæður Íslendinga í fjársvikabönkunum og þess vegna er harla erfitt lagalega séð í ljósi EES-samnings að meðhöndla sparifjáreigendur útibúa sömu banka ólíkt eftir löndum.

Íslensk stjórnvöld hafa hegðað sér ákafalega óskynsamlega á umliðnum mánuðum. Í stað þess að útskýra gaumgæfilega fyrir umheiminum þá þröngu stöðu sem þjóðarbúið er í og að við getum aldrei staðið við skuldbindingar hafa íslensk stjórnvöld í og með látið eins og að ekkert hafi gerst, haldið áfram með tónlistarhúsið fyrir tugi milljarða og ekki lokað einu einasta sendiráði í útlöndum. Lánardrottnum Íslands er alls enginn hagur í því að Íslendingar skrifi undir samninga sem þeir geta alls ekki staðið við.

Flóttaleið Steingríms í málinu var helst að vísa til þess sem hann áður gagnrýndi harkalega og að öllum pappírum yrði vísað til þremenninganna í Skeifunni sem Alþingi réð til að yfirheyra sjálfa sig fyrir luktum dyrum þar sem valdir kaflar verða mögulega sendir til lögreglunnar. Ég er sannfærður um að það væri miklu nær að þær yfirheyrslur hefðu farið fram fyrir opnum tjöldum - með fullri virðingu fyrir þremenningunum og þeirra störfum - en það er nauðsynlegt til þess að sátt ríki í samfélaginu að fólk skynji að unnið sé að réttlæti.

Það lítur ekki vel út fyrir fólk sem stendur á Austurvelli með mótmælaspjöld að arkitektar hrunsins, s.s. Björgvin G. Sigurðsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Jóhanna Sigurðardóttir, séu á fullum launum við að greiða úr málum.


Nær Katrín sambandi við móður jörð?

Gamlir allaballar, Steingrímur J. og hinn virðulegi sendiherra, Svavar Gestsson, hafa verið iðnir við að skrifa upp á mörg hundruð milljarða skuldaviðurkenningar fyrir hönd þegna sinna eitthvað fram í framtíðina. Að sögn fyrrum formanns Alþýðubandalagsins Svavar Gestssonar þá er samningurinn innan þolmarka og gerður undir þeirri hræðilegu hótun að EES-samningurinn væri í uppnámi.  Það er rétt að geta þess að félagarnir voru báðir á móti EES-samningnum á sínum tíma, svo að þeir hafa greinilega umpólast.

Reyndar er það svo að Steingrímur J. er nánast orðinn hálfgerður skoðanavillingur í sambúð sinni með Jóhönnu Sigurðardóttur.  Hann er skyndilega orðinn mikill Icesave-maður, Evrópusinni og auðsveipur þjónn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Einu jákvæðu fréttirnar úr herbúðum ríkisstjórnarinnar koma frá varaformanni Vg sem virðist leggja sig í líma við að ná tengslum við fólkið í landinu og hefur í því skyni tekið að sér kennslu í Háskóla unga fólksins. 


mbl.is Dægurlagatextar krufnir til mergjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júní 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband