Leita í fréttum mbl.is

Yrði það liðið að forstjóri Barnaverndarstofu setti kíkinn fyrir blinda augað?

Stjórnendur Kastljóssins og laganemarnir eiga mikla þökk skilda fyrir að upplýsa um hluta af því braski sem viðgengst í fiskveiðistjórnunarkerfinu og líka hvernig ekki einungis stjórnmálastéttin heldur líka embættismannaklíkan hefur sett kíkinn fyrir blinda augað. Það var að heyra á Fiskistofustjóra að honum þætti eðlilegt og sjálfsagt mál að framfylgja lögum í blindni sem augljósa stangast á við markmið laganna sem hann á að framfylgja. Það kemur fram í 1. gr. laganna:

Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu.

Hvað yrði sagt ef forstjóri Barnaverndarstofu teldi það varla sitt mál þó að þær reglur sem honum væri gert að framfylgja gengju í berhögg við hagsmuni barna í landinu? Hvað yrði sagt ef starfsmenn Umferðarstofu hefðu enga skoðun á því að reglurnar sem þeir framfylgdu ykju á slysahættu? Hvað yrði sagt um brunamálastjóra sem hefði enga skoðun á því að reglurnar sem hann framfylgdi stuðluðu frekar að brunahættu en hitt?


Bloggfærslur 30. júní 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband