Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðleg stofnun greinir frá því að margir Íslendingar hafi verið dæmdir saklausir

Fyrr í mánuðinum greindi ég frá því að ágætur kunningi minn, smábátasjómaður, væri á leið fyrir dómara. Hann átti að hafa lagt línu með nokkrum krókum á inn á friðuð svæði. Í þeirri færslu rakti ég efasemdir um að þessi friðunarstefna og þessar friðunaraðgerðir væru byggðar á traustum grunni. Staðreyndirnar tala sínu máli, árangurinn er að við veiðum einungis þriðjunginn af því sem stefnt var að þegar hafist var handa við meinta uppbyggingu.

Nú hef ég undir höndum glænýja ráðgjöf ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, þar sem höfð er uppi kunnugleg rulla um að of mikið hafi verið veitt og að rétt sé að veiða minna til að hægt sé að veiða meira seinna. Og þetta er sagt þrátt fyrir að veiði sé við sögulegt lágmark. Það sem vakti sérstaka athygli mína í ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins var að skyndilokanir sem hafa verið notaðar frá árinu 1976, þar sem lokað er um tveggja vikna skeið ef fjórðungur aflans er undir viðmiðunarmörkum, eru gagnslausar að mati ráðsins. Þær hafa verið notaðar til einskis frá 1976! 

Þessi dómur Alþjóðahafrannsóknaráðsins um árangur skyndilokana gefur sterklega til kynna að margir íslenskir sjómenn hafi verið dæmdir á hæpnum forsendum og hafi verið saklausir af ávirðingum sem á þá eru bornar.

A quick-closure system has been in force since 1976, aimed at protecting juvenile fish. Fishing is prohibited, for at least two weeks, in areas where the number of small cod (< 55 cm) in the catches has been observed by inspectors to exceed 25%. A preliminary evaluation of the effectiveness of the system indicates that the relatively small areas closed for a short time do most likely not contribute much to the protection of juveniles.


Bloggfærslur 22. júní 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband