Leita í fréttum mbl.is

Blaðsíða 38 í Morgunblaðinu í dag

Í Morgunblaðinu í dag var ýmislegt markvert s.s. viðtal við konu sem trúði á mátt mannshugans og svo útskýringar á kreppuaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Það sem stakk mig þó mest við lestur blaðsins var þéttskipuð heilsíðuauglýsing á  nauðungarsölum sýslumanna víðsvegar um landið, en þessar auglýsingar taka æ meira pláss á síðum blaðsins.  Það að bankar leysi til sín fjölda eigna sem ekki standa undir sér hlýtur að fara verða mjög tvíeggjað fyrir viðkvæman rekstur bankanna.

Leiðir stjórnmálaflokkanna sem nú eiga fulltrúa á Alþingi út úr kreppunni hafa verið: að skera niður ríkisútgjöld, auka skatta og svo  sérleið Samfylkingarinnar að komast hvað sem það kostar inn í Evrópusambandið. Auglýsingarnar um nauðungarsölurnar á blaðsíðu 38 í Morgunblaðinu eru skýr teikn um  hversu gríðarlega erfitt efnahagsástandið er.  Stór hætta er á að aukin skattheimta og niðurskurður ríkisútgjalda virki ekki eins og til er ætlast þ.e. að bæta afkomu ríkissjóðs umtalsvert, heldur herði á kreppunni.  Það að hækka skatta  leiðir til minni umsvifa og skatttekna. Það sama á við um mikinn niðurskurð hins opinbera.

Enginn stjórnmálaflokkanna leggur áherslu á að auka framleiðslu og útflutning, sem hlýtur þá að byggjast á því sem landsmenn kunna sæmilega.  Í stað þess að sameinast um að auka frelsi í aðalútflutningsgrein landsmanna, þá er tekist á um það í sölum Alþingis hvort leyfa eigi örlítið frelsi við handfæraveiðar.  Allir  flokkarnir virðist hins vegar vera að mestu sammála um að skera niður aflaheimildir í það magn sem veiddist þegar landsmenn áttu einn togara.

 


Bloggfærslur 20. júní 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband