Leita í fréttum mbl.is

Þegar Valtýr Sigurðsson, Eiríkur Tómasson og Elín Hirst slógu skjaldborg um braskið

Ég er þessa dagana að lesa fyrir próf í stjórnsýslurétti.  Það er satt best að segja mjög erfitt við þær aðstæður sem uppi er í samfélaginu þar sem það sækja á mann stöðugt hugsanir um kerfishrunið sem varð í samfélaginu. Strangar  stjórnsýslureglur samfélagsins áttu einmitt að tryggja virkt aðhald og að allt væri upp á borðum.

Það rifjaðist upp fyrir mér að ég reyndi sem þingmaður að fá upplýsingar um kvótabraskið, þar sem fyrirtæki leigðu út og seldu aðgang að sameign þjóðarinnar.   Áhugi minn á að fá þessar upplýsingar var m.a. vegna þess að ég var sannfærður um að það gangverðið á gæðunum var langt út fyrir öll skynsamleg mörk og bar feigðina í för með sér.  Sömuleiðis var leyndin um hver væri að selja og leigja aflaheimildir fyrir milljarða, ávísun á illa upplýsta og brenglaða umræðu um afkomu fyrirtækja í greininni.

Fyrst beindi ég fyrirspurn til Fiskistofu um ákveðin kvótaviðskipti tiltekinn dag og þegar engin svör fengust þar um braskið, þá kærði ég þögn Fiskistofu til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

"Upplýsinganefndin"svaraði mér nokkru eftir að lögboðinn frestur var runnin út með þeim hætti að leynt ætti að fara hverjir stóðu í glórulausu braski með sameign þjóðarinnar en þeir sem kvittuðu undir úrskurðinn voru þau Valtýr Sigurðsson, Eiríkur Tómasson og Elín Hirst.  Þess ber að geta að formaður "Upplýsinganefndarinnar" var Eiríkur Tómasson sem gaf skömmu síðar út þá álitsgerð að stuðningur formanna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks við innrásina í Írak hefði verið fyllilega lögmæt.  

Hver átti að gæta varðanna?


Bloggfærslur 13. júní 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband