Leita í fréttum mbl.is

Öfugmæli forstjórans

Ég var rétt í þessu að horfa á mjög einkennilegan áróðursþátt LÍÚ á ÍNN-sjónvarpsstöðinni þar sem forstjóri Hafrannsóknastofnunar lýsti miklum árangri með ráðgjöf stofnunarinnar. Það var nánast ekki neitt við stjórn veiðanna sem hann var ekki ánægður með þrátt fyrir þá köldu staðreynd að þorskveiðar landans verða, ef farið er að ráðgjöf stofnunarinnar, einungis þriðjungurinn af því sem veiðin var áður en svokallað uppbyggingarstarf hófst.

Þrátt fyrir þessa staðreynd hélt forstjórinn því fram að hvergi hefði tekist að stýra fiskveiðum með sóknarstýringu, og virðist honum vera alls ókunnugt um ágætan árangur Færeyinga á því sviði og miklum mun betri stöðu færeyskra útgerða en skuldum vafða íslenska útgerð.

Forstjórinn var þó sérstaklega ánægður með árangurinn við stjórn uppsjávarveiða, loðnu og síldar, og taldi sérlega sátt ríkja  um þann árangur. Þess vegna heldur hann fram, þrátt fyrir að síðustu loðnuvertíðir hafi gefið lítið sem ekkert af sér - þrátt fyrir að farið hafi verið í einu og öllu eftir ráðgjöf Hafró. Forstjórinn virðist heldur ekki muna eftir að mikil vantrú sjómanna, og sérstaklega Eyjamanna, hafi verið á friðun Hafró á helsjúkri síld sem gekk svo langt að dauðvona síldin var friðuð inni í höfninni í Eyjum.

Forstjórinn batt miklar vonir við stofn sem klakinn var út fyrir ári þrátt fyrir að svipaðar væntingar hans hafi skilað hvorki einu né neinu, eins og Kristinn Pétursson hefur bent á. Sömuleiðis taldi forstjórinn það taka langan tíma að byggja upp fiskistofna þó að hver og einn fiskur geti átt milljónir afkvæma og það taki fiskinn ekki nema örfá ár að verða aftur kynþroska.

Aumingja forstjórinn hefur engin rök fyrir máli sínu, heldur engist í neti sjálfsblekkingar og dregur nytsama sakleysingja með sér í trollið þar sem LÍÚ tekur fagnandi á móti þeim.

Er ekki kominn tími til að rífa hausinn upp úr reiknilíkaninu sem aldrei hefur gefið neitt nema niðurskurð - en samt árangur?


Bloggfærslur 12. júní 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband