Leita í fréttum mbl.is

Borgarahreyfingin dregur sig í hlé

Það er áhugavert að fylgjast með „þjóðinni á þingi“. Margir bundu vonir við að þjóðarflokkurinn léti duglega til sín taka um helstu pólitísku álitamál samfélagsins. Þess vegna kom mér verulega á óvart að Borgarahreyfingin sæi ekki nokkra ástæðu til að taka þátt í umræðu um fyrningu aflaheimilda á þinginu í fyrradag. Markmiðið með henni er m.a. að koma til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, ekki síður að auðlindir þjóðarinnar lendi ekki í höndunum á erlendum lánardrottnum og enn fremur að gera skuldug sjávarútvegsfyrirtæki rekstrarhæf. Það er deginum ljósara að engin sátt verður um það að skuldir verði afskrifaðar í stórum stíl og að haldið verði áfram að veðsetja og leigja aflaheimildir eins og ekkert sé. Kvótakerfið markaði upphaf hrunsins og er nauðsynlegt að taka á málum.

Þó að ég hefði viljað fara aðra leið, fara í aukningu veiðiheimilda sem hefði verið úthlutað af jafnræði, er fyrningarleiðin skoðunar virði og furðulegt að Borgarahreyfingin hafi ekki skoðun á málinu.

Þegar ég sá þetta ákvað ég að kanna hvaða þingmál Borgarahreyfingin leggur áherslu á. Á þeim mánuði sem brátt er liðinn frá alþingiskosningum hafa liðsmenn Borgarahreyfingarinnar ekki séð ástæðu til að leggja fram eitt einasta mál ef frá er talið að Birgitta Jónsdóttir er meðflutningsmaður á fortakslausu banni við nektarsýningum. Einhvern veginn held ég að það mál brenni ekki á mörgum heimilum í landinu.


Bloggfærslur 22. maí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband