Leita í fréttum mbl.is

Kynjabull

Það er merkilegt að meðan íslenskt efnahagslíf er nánast á heljarþröm, gengi krónunnar hríðfellur, ríkið neyðist til að taka í fangið hvert fyrirtækið á fætur öðru og vextir eru gríðarlega háir telur viðskiptaráðherra tíma sínum best varið í að leggja fram furðulegt frumvarp um sérstaka upplýsingagjöf um kynjahlutföll í stjórnunarstöðum fyrirtækja.

Sjálfstæðisflokknum ekki sýnd næg tillitssemi

Eitthvað hefur skort á að Sjálfstæðisflokknum hafi verið sýnd tilhlýðileg tillitssemi. Forystumaður flokksins er nokkuð reikull í spori, það er helst að hann finni taktinn þegar hann berst af heilagri réttlætingu gegn öllum breytingum á gjaldþrota kvótakerfi í sjávarútvegi sem hefur haft í för með sér hærri skuldir og færri þorska á land.

Það má segja að það hafi verið hálfgert óþverrabragð af ríkisstjórninni að vísa Evrópumálinu til þingsins og mátti heyra formann Sjálfstæðisflokksins kvarta sáran undan því að þurfa að taka opinberlega afstöðu til þess. Þrjú af fjórum þingmönnum flokksins i Suðvesturkjördæmi eru jákvæð gagnvart aðildarviðræðum við Evrópusambandið eins og fram hefur komið. Í ljósi umkvörtunar formannsins er undarlegt að reka augun í að bæði hann sjálfur og varaformaðurinn kjósa sér utanríkismálanefnd þingsins sem einu fastanefndina til að sitja í.

Andstyggileg hegðun ríkisstjórnarinnar, er fjórflokkurinn í dauðateygjunum?


Bloggfærslur 20. maí 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband