Leita í fréttum mbl.is

Borgarahreyfingin lætur ekki undan skrílnum

Af yfirlýsingu Borgarahreyfingarinnar má ráða að hún standi þétt með stéttvísum þingmanni sínum sem hefur hafnað því að láta undan kröfum skrílsins um að skila heiðurslaunum. Listamaðurinn hlaut þessi heiðurslaun fyrir óumdeild og ómetanleg menningarverðmæti sem hafa mikið gildi fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar, s.s. verk á borð við Magnús, Dalalíf og Löggulíf. Ekki má gleyma meistarastykkinu sjálfu, Nýju lífi. Það er ómögulegt að vita hvort Sigga Sigurjóns og Karli Ágústi Úlfssyni hefði nokkru sinni skotið upp á stjörnuhimin Spaugstofunnar ef ekki hefði verið fyrir verk Þráins. Spaugstofan hefur ekki aðeins gríðarlegt skemmtigildi heldur er ekki síður vönduð pólitísk ádeila til 20 ára.

Borgarahreyfingin stóðst með prýði fyrsta prófið sem var lagt fyrir hana, stendur vörð um rætur íslenskrar þjóðmenningar og það verður spennandi að fylgjast með frekari stórtilþrifum byltingaraflsins.

 


Þráinn með meiri stéttarvitund en Ögmundur

Þegar Ögmundur Jónasson varð ráðherra afþakkaði hann ráðherraviðbótina ofan á þingfararkaupið og sýndi þá af sér dæmalausan skort á stéttvísi. Hann stóð ekki með hinum ráðherrunum og sveik þar með stjórnmálastéttina. Það er greinilegt að búsáhaldabyltingin hefur komið af stað mikilli betrun og nánast umbyltingu í stéttvísi. Þráinn Bertelsson verður ekki sakaður um að hafa svikið lit en hann hefur þráast við að gera heiðurslistamannalaunin að ódýrri skiptimynt fyrir stundarvinsældir. Með þessu stendur hann þétt við bakið á Matthíasi Johannessen, Erró og Gunnari Eyjólfssyni.

Hver segir að byltingin éti börnin sín?


Bloggfærslur 28. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband