Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin fagnar í rústunum

Það kemur nokkuð á óvart að fylgjast með sigurvímu Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hún fagnar því að Samfylkingin eykur fylgi sitt á þeim tímum þegar gríðarlegur vandi blasir við þjóðinni. Efnahagur landsins er í rjúkandi rúst og Samfylkingin á drjúgan þátt í því. Það sem hefur væntanlega að einhverju leyti valdið vali kjósenda er að Samfylkingin hafi þótt illskásti kosturinn af fjórflokknum en ekki að lausnir eða stefna Samfylkingarinnar geti talist bera í sér gæfu.

Nú á þessari stundu finnst mér úrslitin leiða það í ljós að Guðjón Arnr Kristjánsson verði ekki á þingi á næsta kjörtímabili sem ég tel mikinn missi fyrir þjóðina ef fram á að fara endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Vonast ég sannarlega til að Guðjón nái í mark þegar líður á nóttina. Sömuleiðis verð ég að segja að ég tel ákveðinn missi ef Ögmundur Jónasson dettur út af þingi þar sem mér finnst hann besti þingmaður flokksins síns.

Úrslitin eru vissulega vonbrigði fyrir okkur í Frjálslynda flokknum og ég er sannfærður um að við höfum lagt með okkur bestu stefnuna til að komast út úr kreppunni.


Vöfflukaffi

Hvað sem öðru líður er ástæða til að taka hús á vinum sínum og bíta í eins og eina vöfflu. Býð nærsveitarmönnum að taka hús á kallinum á Skagfirðingabrautinni og lyfta kaffikrús.

Sjáumst spræk, Sigurjón


Bloggfærslur 25. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband