Leita í fréttum mbl.is

Samfylkingin fagnar í rústunum

Það kemur nokkuð á óvart að fylgjast með sigurvímu Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem hún fagnar því að Samfylkingin eykur fylgi sitt á þeim tímum þegar gríðarlegur vandi blasir við þjóðinni. Efnahagur landsins er í rjúkandi rúst og Samfylkingin á drjúgan þátt í því. Það sem hefur væntanlega að einhverju leyti valdið vali kjósenda er að Samfylkingin hafi þótt illskásti kosturinn af fjórflokknum en ekki að lausnir eða stefna Samfylkingarinnar geti talist bera í sér gæfu.

Nú á þessari stundu finnst mér úrslitin leiða það í ljós að Guðjón Arnr Kristjánsson verði ekki á þingi á næsta kjörtímabili sem ég tel mikinn missi fyrir þjóðina ef fram á að fara endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Vonast ég sannarlega til að Guðjón nái í mark þegar líður á nóttina. Sömuleiðis verð ég að segja að ég tel ákveðinn missi ef Ögmundur Jónasson dettur út af þingi þar sem mér finnst hann besti þingmaður flokksins síns.

Úrslitin eru vissulega vonbrigði fyrir okkur í Frjálslynda flokknum og ég er sannfærður um að við höfum lagt með okkur bestu stefnuna til að komast út úr kreppunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

átti hún að grenja ?  en hvernig er á líkvökunni ykkar ?

Óskar Þorkelsson, 25.4.2009 kl. 23:58

2 identicon

Ég vona líka að Guðjón komist inn því án hans vantar rödd sem verður nauðsynlega að heyrast.

Guðrún Friðriks (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: B Ewing

Skilgreindu fyrir mig nánar hvaða ,,drjúga þátt" Samfylkingin átti í nýfrjálshyggjustefnunni og efnahagshruninu sem kom í lok síðasta árs.  á 18 ára valdatíð SjálfstæðisFLokksins var Samfó í minnihluta í um 16 ár (í einni eða annari mynd) þannig að ég bíð spenntur eftur ,,drjúga þættinum" í röksemdafærslu þinni...

B Ewing, 26.4.2009 kl. 00:03

4 Smámynd: B Ewing

Ég verð hins vegar að taka undir saknaðarorð vegna væntanlegrar fjarveru Guðjóns A. af þinginu.

B Ewing, 26.4.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Hér á Króknum er góðmennt en fámennt.  Allir í mjög góðum gír og stefnt á ball með Geira.

Samfylkingin var í klappliðinu með útrásarliðinu og skuldasöfnuninni og ber megin ábyrgð á Icesaveskuldunum okkar.

Sigurjón Þórðarson, 26.4.2009 kl. 00:09

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Barátta fyrir málefnum fellur ekki niður þó menn komist ekki til þings.

Hægt er að draga lærdóm af Brennu-Njálssögu þegar Kári Sölmundarson komst undan með því að fylgja reyknum til lækjar. 

Það verður forvitnilegt að setja stækkunarglerið á samræður Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna um Evrópumál og sjávarútvegsmál eftir helgina þegar sigurvíman rennur af fólki og almenningur þarf að hafa fyrir nauðþurftum.

Það er grundvallar atriði að koma lögum yfir þá menn sem eru valdir að bankahruninu að svo miklu leiti sem það getur talist saknæmt og varði við landsins lög.

Það verður að koma í ljós hvað fyrrverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson hyggst fyrir í starfi sínu sem þingmaður á Alþingi Íslendinga, þegar hann hefur þvegið af sér sótið eftir Stóru-Brennu.

Góðar stundir í Norðvestur kjördæmi.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 26.4.2009 kl. 01:11

7 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nei Sigurjón. Landsbankinn ber megin ábyrgð á IceSave-skuldunum.

Páll Geir Bjarnason, 26.4.2009 kl. 03:10

8 identicon

Tími hörmunga framundan á Íslandi í boði kommúnista.

pjakkurinn (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 03:27

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þið ESB sinnar sem hafið enga lausn nema gefa okkar ástkæra land til Brussel eruð ekki í lagi eða kunnið ekki að lesa eða viljið ekki lesa um það sem hentar ekki,okkar sjálfstæði fer úr okkar höndum til Brussel hvort sem okkur líkar eða ekki þetta eru staðreyndir sem þið viljið sennilega ekki lesa um.Ef þið haldið að ESB muni bjarga okkur er það algjör fáviska og bull sorry,hversvegna er allt að hrynja innan ESB landa þó að fjölmiðlar hafi ekki verið duglegir að upplísa landann um það!! afhverju er það????getur verið að samfó hafi ofmikil ítök í fjölmiðlunum sem hentar kannski þessum mönnum sem rændu bankana okkar...........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 26.4.2009 kl. 11:58

10 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sigurjón minn, ekki fara að festast í einhverju bitru nöldri út í hina breiðu og alltumvefjandi hreyfingu jafnaðarmanna.

Það var einfaldlega sjálfseyðingarhvöt í samstarfinu innan Frjálslynda flokksins sem gerði út af við þann flokk.

Boðið var upp á innanbúðarerjur í hverri viku, þar sem einhver var í þrasi við annan eða að yfirgefa flokkinn. Ótrúlegt í svona fámennum hópi að ná ekki betur að stilla saman strengi.

En gangi þér allt í haginn, gamli!

Gunnlaugur B Ólafsson, 26.4.2009 kl. 12:17

11 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Gulli menn leggja ekki árar í bát þó svo að á móti blási. 

Annars þakka ég ábendingar um hvernig menn skulu haga orðum sínum þegar talið berst að hinni guðlegu breiðu og alltumvefjandi hreyfingu.

Sigurjón Þórðarson, 26.4.2009 kl. 14:41

12 identicon

Það er greinilega hærri siðferðisstandard hjá Sjálfsstæðisflokknum. Flokksmenn þar á bæ geta ekki litið í hina áttina þegar þeir sjá spillinguna en það virðist vera auðveldara fyrir fylgismenn Samfylkingarinnar.

Anna María Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband