Leita í fréttum mbl.is

Mér finnst Sigmundur Davíð krútt!

Ég komst að því í kvöld mér til mikillar undrunar að ég væri á lista yfir óvini Framsóknarflokksins. Satt best að segja hafði ég aldrei kynnst nokkrum framsóknarmanni fyrr en ég flutti norður í land, í Skagafjörðinn, árið 1992. Það sem meira er, ég kunni ákaflega vel við þá langflesta. Ég komst hins vegar að því að flokkurinn hafði farið villur vegar og gróf undan byggð í landinu með óréttlátu kerfi í sjávarútvegi, frændhygli og vinaráðningum sem endaði loks með því að Ísland lýsti yfir stuðningi við stríð á hendur annarri þjóð. Ég hef síðan reynt að leiðrétta kúrs Framsóknarflokksins af góðum hug og flokkurinn hefur játað á sig ýmislegt sem miður hefur farið, s.s. einkavinavæðinguna og fjárglæfrastarfsemina og að það hafi þurft að aflúsa forystu flokksins.

Það verður að segjast eins og er að enn er talsvert verk óunnið við að gera Framsóknarflokkinn góðan þar sem flokkurinn virðist enn halda í gatslitið kerfi í sjávarútvegi sem er undirrót spillingarinnar.

Mér fannst Sigmundur Davíð aðallega krútt þegar hann talaði sem skipulagsfræðingur og hef tekið eftir að hann er yfirleitt sammála Ólafi F. en báðir eiga í vandræðum með Óskar Bergsson, ekki síst með að láta hann opna bókhaldið sitt.

Ég vonast til þess að framsóknarmenn leiðrétti listann og ég verði settur snarlega á vinalistann - því að vinur er sá er til vamms segir.


Bloggfærslur 23. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband