Leita í fréttum mbl.is

Stjórnmálaklúbburinn í algjörri afneitun

Í kvöld var ég í pallborði hjá stúdentum og framhaldsskólanemum ásamt frambjóðendum allra stjórnmálaafla sem bjóða fram. Svo var að heyra á fjórflokknum, stjórnmálaklúbbnum, að talsverðir fjármunir væru í ríkiskassanum til að hækka námslán og auka framboð á hinum og þessum námsleiðum og öllu yrði forgangsraðað til að tryggja óbreytt eða betra ástand í menntakerfinu. Satt að segja var mér svolítið brugðið yfir því að þingmennirnir og formaður Framsóknarflokksins virtust ekki hafa kynnt sér að vaxtagreiðslur ríkisins í ár nema sjöföldum fjárframlögum til HÍ, bara þess eina háskóla. Allar líkur eru til þess að vextirnir einir saman verði talsvert hærri á næsta ári þegar skuldadagar Icesave renna upp.

Frjálslyndi flokkurinn hefur ítrekað bent á að það verði að fara í mikla tekjuöflun, stórauka fiskveiðar og taka upp samninga um lán, að öðrum kosti er dæmið óyfirstíganlegt. Hinir flokkarnir hafa talað um blandaða leið, niðurskurð og skattaukningu - nema Sjálfstæðisflokkurinn sem vill ekki hækka skatta og hlýtur þá að boða enn meiri niðurskurð en aðrir.

Eitt er víst, ef mark mátti taka á fulltrúum flokkanna á þessum fundi átti ekki að skera af eina einustu krónu í menntakerfinu, frekar bæta í. Reyndar bætti fyrrum menntamálaráðherra því við að þetta ástand, að borga af hátt í tveggja þúsund milljarða skuldum, væri á að giska tveggja ára verkefni. Maður hlýtur að velta fyrir sér hvort fjórflokkurinn sé í svona stórkostlegri afneitun eða að ljúga vísvitandi að fólki. Eini flokkurinn utan Frjálslynda flokksins sem sagði að smjör drypi ekki af hverju strái á komandi árum var Borgarahreyfingin og mér fannst jafnvel Ástþór Magnússon hafa á köflum mun meiri jarðtengingu en stjórnmálaklúbburinn. Samfylkingin heldur að fólki efnahagstillögum sem samdar eru af fyrrum stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins sem var Icesave-fyrirsætan í fyrrasumar. Jóni þeim Sigurðssyni til aðstoðar við samningu ritsins var enginn annar en Jón Þór Sturluson sem gerði lítið úr olíusamráðssvindlinu fyrir fáum árum.

Bjartsýni er góðra gjalda verð en hún verður að ganga í takt við raunsæið.


Steingrímur J. Sigfússon tvöfaldur

Frjálslyndi flokkurinn fagnar öllum breytingum á illræmdu kvótakerfi í frjálsræðisátt en það hlýtur að vekja upp spurningar hvers vegna Steingrímur J. boðar breytingu á kerfinu með því að segjasta ætla að leggja fram frumvarp þess efnis eftir kosningar.

Staðreyndin er sú getur hæglega opnað fyrir frjálsar handfæraveiðar með því einu að gefa út reglugerð.  Það er engin ástæða til þess að binda veiðarnar við ákveðið magn þar sem þær fóru sjaldnast yfir 20 þúsund tonn fyrir daga kerfisins þegar frelsi til veiða ríkti. 

Eftir hverju er verið að bíða?


mbl.is Strandveiðar í stað byggðakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir styður mannréttindabrotin

Ein af furðum íslensks samfélags er að Vinstri grænir sem hafa skipað sjálfa sig sem boðbera mannréttinda og kvenfrelsis hafa með stuðningi Samfylkingarinnar haldið áfram að vanvirða álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Mér varð hugsað til þessa þegar mér varð litið inn á ÍNN-sjónvarpsstöðina í gær og þar var Guðfríður Lilja svo umvefjandi og góðleg og af orðum hennar mátti skilja að hún mætti ekkert aumt sjá. Hin kalda staðreynd er hins vegar sú að hún styður stefnu Steingríms J. Sigfússonar um að koma ekki til móts við álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, heldur þvert á móti halda mannréttindabrotum áfram á sjómönnum.

Gríðarleg tækifæri felast í þjóðfélaginu við að afnema óréttmæt atvinnuhöft og koma á meira réttlæti. Með því að það sé undir hælinn lagt hvort íslensk stjórnvöld virði yfirleitt álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna mun fólk ekki sækja rétt sinn þar sem óvíst er hvort nokkuð verði gert með niðurstöðuna.


Bloggfærslur 16. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband