Leita í fréttum mbl.is

Þorskurinn á uppleið í Færeyjum þrátt fyrir umframveiði í áratug

Frjálslyndi flokkurinn hefur lagt fram þá ábyrgu tillögu að auka framleiðsluna í samfélaginu. Auðveldasta leiðin til þess er að veiða mun meira en við gerum nú. Núverandi stjórnvöld virðast ekki einu sinni treysta sér til að skoða það að veiða meira en Hafró hefur lagt til. Þau telja vænlegra að halda mannréttindabrotunum áfram, atvinnuhöftum og gjaldeyriskreppu. Ekki þarf að fara langt til að sjá að þótt veitt sé tugi og allt að 50% umfram það sem reiknisfiskifræðingar hafa ráðlagt virðist það alls ekki hafa haft afdrifarík áhrif á fiskistofnana.

Rétt í þessu var ég að lesa gögn frá færeysku hafrannsóknastofnuninni sem taldi eina vitið ef ekki ætti illa að fara síðasta sumar að skera fiskidagana niður um 50%. Hver ætli niðurstaðan hafi orðið úr færeyska rallinu? Þorskurinn er á uppleið, ufsinn líka en ýsan eitthvað að gefa eftir.


Bloggfærslur 1. apríl 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband