Leita í fréttum mbl.is

Pólitískar ofsóknir Þorsteins Pálssonar

Það fer ekki á milli mála að Þorsteinn Pálsson hefur um langt skeið haft horn í síðu Frjálslynda flokksins og virðist sú afstaða smitast út í ritstjórn og fréttaflutning blaðsins. Í leiðara blaðsins einhverju sinni óskaði hann flokknum köfnunar og fréttaflutningur blaðsins hefur einkennst af þöggun, rangtúlkun og almennum illvilja í garð flokksins. Ekki fer á milli mála hver ástæðan er, hún er sú að flokkurinn hefur beitt sér gegn kvótakerfinu, fiskveiðiráðgjöf og framsali veiðiheimilda sem Þorsteinn Pálsson hélt verndarhendi yfir og beitti sér fyrir í ráðherratíð sinni sem sjávarútvegsráðherra. Kerfið hefur verið mært af Þorsteini og Hannesi Gissurarsyni þrátt fyrir að það sé augjóslega, algjörlega og gjörsamlega misheppnað, eins og staða útgerðarinnar gefur til kynna og mannréttindabrot sem fylgt hafa kerfinu hafa fært okkur heim sanninn um.

Frjálslyndi flokkurinn hefur frá upphafi beitt sér gegn þessu hugarfóstri Þorsteins og hefur uppskorið óvild í bland við þöggun og rangtúlkun í Fréttablaði Þorsteins Pálssonar. Þorsteinn hefur áður orðið uppvís að pólitískum ofsóknum og verið dæmdur fyrir atvinnukúgun á hendur Guðjóni Andréssyni leigubílstjóra.


Bullið í Fréttablaðinu

Í Fréttablaðinu í dag mátti lesa að ég ynni að því hörðum höndum þessa dagana að velta Guðjóni A. Kristjánssyni úr formannsstóli til að koma Guðna Halldórssyni þar að. Þetta er bara bull, þvæla og algjör uppspuni. Hið rétta er að ég hef verið mjög upptekinn síðustu daga, við vinnu og við að koma út starfsskýrslu Ungmennasambandsins og undirbúning ársþings sambandsins auk þess að vinna að undirbúningi unglingalandsmóts á Sauðárkróki næsta sumar.

Ég hef einu sinni talað við téðan Guðna í síma, ég hef aldrei hitt manninn. Ég get sagt frá því að það var skemmtilegt símtal, Guðni þessi virðist klár og gæti eflaust hleypt lífi í stjórnmálin. Það samtal átti sér stað þegar hann kom fyrst fram á þetta sjónarsvið, fyrír þá svona hálfum mánuði.

Það hefði verið leikur einn fyrir blaðamann Fréttablaðsins að slá á þráðinn en í stað þess ákveður hann að dreifa kjaftæði í víðlesnasta blaði landsins.

Í framhaldinu fer ég óneitanlega að velta fyrir mér hvort nokkuð sé hæft í öðrum fréttum blaðs Þorsteins Pálssonar.  


Bloggfærslur 9. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband