Leita í fréttum mbl.is

Hvaða vitleysa er í gangi á Alþingi Íslendinga?

Það er merkilegt frumvarpið um auknar heimildir sérstaks saksóknara en markmið þess er að opinberir aðilar láti í té upplýsingar og tilkynni  um glæpi sem framdir voru í aðdragand hruns fjármálakerfisins.

Í athugasemdum með frumvarpinu og í umfjöllun um störf embættisins hefur komið fram að það fær ekki upplýsingar um fjármálamisferli sem opinberir eftirlitsaðilar og umboðsmenn liggja á!  Hvar væri það látið viðgangast annars staðar en hér,  -  Zimbave?

Hvaða vitleysi er gangi? 

Ég veit ekki betur en að í 12. grein laga um opinbert eftirlit með fjármálaeftirliti komi fram að Fjármálaeftirlitinu beri að vísa refsiverðum málum til lögreglu. Ef að þetta ákvæði dugar ekki, þá liggur beinast við að saksóknarinn geri það sama og venja er refsimálum þ.e. fara fram á húsrannsókn til þess að ná í gögn sem geta varpað ljós á málin.  Frumvarpið upplýsir hins vegar um algert ráðaleysi og ringulreið stjórnvalda.   

Það skortir engar heimildir heldur raunverulegan vilja og þor til að taka á málum.

 

 


Bloggfærslur 7. mars 2009

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband